Hæglætis veður víðast hvar Norðaustan og austanlands er allhvöss austanátt algeng með snjókomu eða slyddu, en það dregur úr vindi og úrkomu á þessum slóðum eftir hádegi. Í öðrum landshlutum verður vindur fremur hægur í dag, en búast má við éljum á stöku stað. 16.2.2022 07:33
Aðeins snjóbílar ráða við aðstæður í kolvitlausu veðri á Vatnajökli Björgunarsveitarmenn á tveimur öflugum snjóbílum eru nú á leið að þeim stað þar sem talið er að tveir erlendir fjallgöngumenn hafi grafið sig í fönn á Vatnajökli, við Hermannaskarð. Um er að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul. 15.2.2022 13:04
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11.2.2022 15:44
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11.2.2022 13:48
Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. 11.2.2022 11:20
Hóta að loka hjúkrunarheimilinu vegna ófullnægjandi brunavarna Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri verður lokað af slökkviliðinu í bænum verði ekki ráðist í endurbætur á brunavörnum hússins fyrir 25. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn segir að undirbúningur að úrbótum sé þegar hafinn og að ekki sé reiknað með að slökkviliðið munu neyðast til að loka hjúkrunarheimilinu. 10.2.2022 15:57
Grunaður um að hafa leikið tveimur skjöldum til að þiggja tvöfaldar bætur Gæsluvarðhald yfir erlendum manni sem grunaður er um að hafa leikið tveimur skjöldum til að svíkja út tvöfaldar bætur rennur út í dag. 10.2.2022 14:19
Icelandair stefnir viðhaldsfyrirtæki vegna róar af rangri stærð Icelandair hefur stefnt kanadíska flugvélaviðhaldsfyrirtækinu Kelowna Flighcraft á þeim grundvelli að það hafi klúðrað viðhaldi á lendingarbúnaði Boeing-757 þotu félagsins, með þeim afleiðingum að vélinni hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli fyrir tveimur árum. 10.2.2022 13:01
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10.2.2022 10:48
Ís á vatninu hamlar aðgerðum í hörkufrosti á Þingvöllum Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum. 10.2.2022 09:46