Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. 20.12.2023 07:08
Enn dregur úr eldvirkni en of snemmt að spá um goslok Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga eftir því sem óróagröf á Veðurstofu Íslands sýna. Þetta segir Minney Sigurðurðardóttir náttúruvársérfræðingur. 20.12.2023 06:21
Allt leikur á reiðiskjálfi Hart er barist á vígvellinum á Gasa og herma fréttir að Ísraelsher sé enn að herða sóknina. Skriðdrekasveitir eru að færast nær þremur borgum, Khan Younis í suðri og Jabalia og Shuja'iya í norðri. Barist er á götum Khan Younis, stærstu borgar í suðurhluta Gasastrandarinnar, en stjórnvöld í Ísrael fullyrða að leiðtogar Hamas samtakanna haldi þar til. 6.12.2023 15:16
Enginn slasaðist alvarlega Enginn slasaðist alvarlega í rútuslysi á Holtavörðuheiði á þriðja tímanum í dag. 24.11.2023 16:35
Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. 11.11.2023 03:39
Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11.11.2023 03:11
Dauðsföll af völdum stormsins Ciarán Að minnsta kosti 13 dauðsföll eru rakin síðustu daga til stormsins Ciarán sem gengið hefur yfir Vestur-Evrópu. 3.11.2023 16:30
Saurmengun í neysluvatninu á Borgarfirði eystri Neysluvatn á Borgarfirði eystri reyndist mengað af kóligerlum við reglubundið eftirlit í byrjun vikunnar. 4.10.2023 14:49
„Ég sat bara og grét yfir þessu í gærkvöldi“ Hjónin Birta Árdal Bergsteinsdóttir og Othman Karoune hafa síðustu daga staðið fyrir styrktarsöfnun vegna jarðskjálftans í Marokkó fyrir tæpri viku. Svo vel hefur gengið að Othman fór í fyrradag með hjálpargögn í þorp upp í fjöllum. Söfnunin er enn opin. 14.9.2023 21:59
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14.9.2023 16:47
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent