Hringvegurinn opnaður en ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 06:45 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Sveinbjörn Darri Matthíasson Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega. Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega.
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira