Fylkir upp í Bestu deildina eftir sigur í hreinum úrslitaleik Fylkiskonur leika í Bestu deildinni á næsta ári en liðið vann 3-2 sigur á Gróttu í úrslitaleik liðanna í Lengjudeildinni í dag. 9.9.2023 15:02
ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum. 9.9.2023 15:01
Sigur hjá Stjörnunni eftir maraþonleik og vítaspyrnur Stjarnan vann sigur á Sturm Graz í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir framlengdan leik og vítakeppni. Úrslit réðust ekki fyrr en í níundu umferð vítaspyrnukeppninnar. 9.9.2023 14:28
Juventus úr leik í Meistaradeildinni eftir vítakeppni Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Juventus eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði í dag gegn Frankfurt eftir vítakeppni. 9.9.2023 14:02
„Tími til kominn að njóta lífsins og fá sér nokkra bjóra“ Eden Hazard virðist vera að íhuga að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hazard er félagslaus sem stendur og í heimildamynd um belgíska landsliðið er hann greinilega farinn að hugsa um framtíðina án fótboltans. 9.9.2023 13:33
Neymar orðinn sá markahæsti en knattspyrnusambandið viðurkennir ekki metið Neymar varð í nótt markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins gegn Bólivíu. 9.9.2023 12:30
„Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu“ Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag. 9.9.2023 12:01
Antony í viðtali í brasilísku sjónvarpi: Ofbeldi gagnvart konum er 100 prósent rangt Brasilíski knattspyrnumaðurinn kom fram í brasilískum sjónvarpsþætti í gær og neitaði ásökunum um ofbeldi sem birst hafa gagnvart honum. Manchester United segjast taka ásökununum alvarlega. 9.9.2023 11:30
„Við verðum að gera betur“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum. 9.9.2023 11:00
Endurtekning á úrslitaleiknum frá því fyrir tveimur árum Daniil Medvedev tryggði sér í nótt sæti í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis. Hann vann sigur á Carlos Alcaraz í fjórum settum og mætir Novak Djokovic í úrslitum. 9.9.2023 10:31