„Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:01 Lárus Orri og Kári ræddu um leiðtoga í íslenska landsliðinu eftir leikinn gegn Lúxemborg í gær. Vísir Fyrrum landsliðsmennirnir Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason kalla eftir að menn stígi upp innan íslenska landsliðsins og taki á sig leiðtogahlutverk. Þeir eiga erfitt með að benda á leiðtoga innan leikmannahópsins í dag. Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Lárus Orri og Kári voru sérfræðingar Stöð 2 Sport í umfjöllun um landsleik Íslands og Lúxemborg í gær. Ísland tapaði leiknum 3-1 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið bíður lægri hlut gegn Lúxemborg í keppnisleik. Í umræðuþætti eftir leikinn sem Kjartan Atli Kjartansson stýrði fór af stað umræða um leiðtoga í íslenska landsliðshópnum. Þeir Lárus Orri og Kári áttu erfitt með að sjá hver væri í leiðtogahlutverki innan landsliðsins. „Ef þú horfir á liðið í dag, liðið sem við stillum upp í dag. Hver er leiðtoginn í liðinu?“ spurði Lárus Orri. „Það er kannski ekki einn einhver bein leiðtogi. Eins og þetta var þá voru margir. Aron var alltaf með bandið og þvílíkur leiðtogi en það var hellingur af leikmönnum sem voru að hjálpa til við að leiða liðið áfram,“ svaraði Kári en hann lék með landsliðinu um árabil og fór með liðinu bæði á Evrópumótið árið 2016 sem og heimsmeistaramótið í Rússlandi árið 2018. „Í dag, ég veit ekki alveg hvern ég á að benda á. Það er svolítið erfitt. Þetta snýst líka bara um að taka ábyrgð á sínu.“ Lárus Orri tók undir þessi orð og bætti við að nú væru ekki leikmenn til staðar eins og Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson. „Mér finnst að leikmaður eins og Guðlaugur Victor Pálsson eigi að átta sig á þessari stöðu. Hann verður bara að stíga upp í þetta. Hann verður bara að taka ábyrgð og gerast leiðtogi þó það sé honum ekki blóð borið eða honum náttúrulegt. Sama með Jóhann Berg. Sama með Alfreð.“ „Það þýðir ekkert að segja bara að okkur vanti leiðtoga. Þessir strákar verða að stíga upp og gerast leiðtogar í liðinu.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Kára og Lárusar Orra má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um leiðtoga í landsliðinu
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira