
Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn
Það er alvarlegt mál að körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson tali um að „gera tilraunir“ á börnum með þjálfunaraðferðum sínum og áhyggjuefni að hann telji sig í því sambandi geta treyst á eigið innsæi, án þess að styðjast við viðurkennd fræði eða gagnreynda aðferðafræði.