Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp. 23.12.2024 08:03
Logi frá FH til Króatíu Logi Hrafn Róbertsson, miðjumaður FH og U21-landsliðs Íslands, var í gær kynntur sem nýjasti leikmaður króatíska knattspyrnufélagsins NK Istra. 23.12.2024 07:30
Áfall bætist við ógöngur Man. City Englandsmeistarar Manchester City hafa verið í tómu tjóni undanfarnar vikur og ekki bætir úr skák að lykilmaður í vörn liðsins verður frá keppni fram yfir hátíðarnar. 20.12.2024 16:32
Arnór frá Gumma til Arnórs Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson hefur ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi í Danmörku á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennsku, og flytur nú til Þýskalands en mun áfram leika undir stjórn Íslendings. 20.12.2024 15:02
Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Það skýrðist í dag hverjir verða mótherjar Víkings í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Dregið var í beinni útsendingu hér á Vísi. 20.12.2024 12:24
Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Með frammistöðu sinni í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hafa Víkingar ekki bara tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni, fyrstir íslenskra liða, heldur að lágmarki 830 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA á þessu ári. 20.12.2024 11:01
Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Í dag, rúmum mánuði eftir umdeildan bikarleik Hauka og ÍBV, er orðið endanlega ljóst að Eyjamenn fá dæmdan 10-0 sigur í leiknum og spila því gegn FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 20.12.2024 10:31
Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum Áhugafólk um Bónus-deild karla í körfubolta getur mætt og gert sér glaðan dag í Minigarðinum í kvöld en þar verður fyrri hluti deildarinnar gerður upp með skemmtilegum hætti, í Bónus Körfuboltakvöldi. 20.12.2024 09:31
Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Mathias Pogba hlaut í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir að kúga fé af yngri bróður sínum, franska fótboltamanninum Paul Pogba. 19.12.2024 15:37
Anton kveður sem sundmaður ársins og Snæfríður best fimmta árið í röð Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2024, en þetta tilkynnti Sundsamband Íslands í dag. 19.12.2024 15:13