

Íþróttafréttamaður
Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp á meðan að stelpurnar okkar æfðu í bakgrunni fyrir stórleikinn við Sviss í Bern annað kvöld. Kubbmót stelpnanna, gleðifréttirnar af Glódísi og bænastund í kirkju voru meðal þess sem farið var yfir í þættinum.
„Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun.
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta voru minntar á það með afgerandi hætti að heima á Íslandi, sem og á Evrópumótinu í Sviss, er gríðarlegur fjöldi ungra stelpna sem standa við bakið á þeim.
Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss.
„Mér finnst þetta auðvitað mjög gott,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir um það að búa yfir sennilega mesta hraða nokkurs leikmanns á Evrópumótinu í fótbolta. Liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru alla vega sammála um að þessi hæfileiki hennar sé eitthvað sem þær myndu vilja hafa.
Sveindís Jane Jónsdóttir gefur lítið fyrir þá ákvörðun hins (áður) virta miðils The Athletic að hafa sett íslensku landsliðstreyjuna í neðsta sæti yfir fallegustu búningana á EM í fótbolta í Sviss.
Bretinn Tom Goodall er leikgreinandi og hluti af þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann ræddi við Sýn um sitt hlutverk á EM, þar sem hann er að frá morgni og fram á nótt, og hvernig er að vinna með Íslendingunum.
„Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss.
Ásmundur Haraldsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir það hafa gert stelpunum okkar gott í morgun að fá heimsókn frá Höllu Tómasdóttur forseta, eftir tapið gegn Finnlandi í fyrsta leik á EM í fótbolta í gærkvöld.
Það var svo sannarlega þungt hljóð í teymi Sýnar á EM í Sviss, eftir 1-0 tap gegn Finnlandi í fyrsta leik mótsins, og erfitt fyrir menn að sjá mögulega fyrir stelpurnar okkar í framhaldinu.