Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. 16.10.2025 22:01
Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. 16.10.2025 21:55
Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Sex sóttu um embætti löreglustjórans á Suðurnesjum. Embættið var auglýst laust til umsóknar eftir að Úlfar Lúðvíksson sagði upp störfum. 16.10.2025 21:01
Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. 16.10.2025 17:08
Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Strengslit urðu á stofnstreng Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis á fimmta tímanum. Það hafði áhrif á nettengingar í Norðlingaholti en viðgerðum er nú lokið. 16.10.2025 16:36
Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Enn er ekki komin niðurstaða í kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Áfram verður fundað á morgun. 16.10.2025 15:55
Laufey gerist rithöfundur Tónlistarkonan Laufey hyggst gefa út barnabók á næsta ári titluð Mei Mei The Bunny. Aðalpersónan er byggð á lukkudýri söngkonunnar. 14.10.2025 16:13
Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Á síðustu mánuðum hafa óútgefin handrit Þórdísar Helgadóttur og Nínu Ólafsdóttur lent í greipum bókaþjófs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjófurinn lætur til skarar skríða en ólíkt áður lætur hann nú vita að bókunum hafi verið stolið. Í leiðinni kallar hann höfunda og útgefendur skíthausa og tussu. 14.10.2025 15:39
Boðberi jólanna risinn á ný Ár hvert spyrja landsmenn sig hvenær það sé ásættanlegt að skreyta fyrirtæki og heimili fyrir jólin. Nú má gera ráð fyrir að fólk keppist við að klára að útbúa jólaauglýsingar og skreytingar því boðberinn sjálfur er mættur. IKEA-geitin hefur risið á ný. 14.10.2025 14:36
Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Eldur kviknaði í Nytjamarkaðinum á Selfossi rétt fyrir klukkan tólf. 14.10.2025 12:11