Lögreglan fylgdist með grunnskólum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með sýnilega löggæslu við nokkra grunnskóla í dag og fylgdist með umferð ökutækja í grennd við skólana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar kemur ekki fram hvers vegna ráðist var í eftirlitið. 24.11.2025 19:20
Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu. 24.11.2025 17:43
Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra tókust á um símtal ráðherrans við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Formaðurinn sagði símtalið ábyrgðarlaust og gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir óljósa hagsmunagæslu og skort á viðbragði við tollunum. 24.11.2025 16:46
Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda sem fjallar um framkvæmd öryggisráðstafana samkvæmt dómsúrlausn. Í frumvarpinu er lagt til að nýrri stofnun verði komið á fót sem sjái um framkvæmdina. Heiti hennar verði Miðstöð um öryggisráðstafanir. Fjármagn til uppbyggingar og reksturs nýju stofnunarinnar hefur þegar verið tryggt. 24.11.2025 15:39
Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur. 21.11.2025 16:37
„Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins. 21.11.2025 15:03
Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Listeria monocytogenis hefur greinst í taðreyktri bleikju og reykstum silungi frá Hnýfli ehf. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði. 21.11.2025 14:39
GK Reykjavík minnkar við sig Starfsemi fataverslunarinnar GK Reykjavík hefur lokað á Hafnartorgi. Starfseminni hefur verið komið fyrir inni í verslun Evu á Laugarvegi. 21.11.2025 13:33
Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Fjörðurinn, verslunarmiðstöð Hafnarfjarðar, hefur tekið miklum breytingum og tvöfaldast að stærð. Fjöldi nýrra verslana opnar í verslunarmiðstöðinni í dag. 21.11.2025 12:53
Spáir enn desembergosi Landris er stöðugt við Svartsengi á Reykjanesskaga en lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu að sögn eldfjallafræðings. Hann spáir eldgosi á svæðinu í seinni hluta desember. 21.11.2025 11:56