Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum

Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. 

Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv

Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan.

Gestagangur hjá Gameverunni

Marín Eydal eða Gameveran tekur á móti góðum gesti í kvöld. Olalitla96 mun kíkja í heimsókn í streymi kvöldins og smaan munu þær spila tölvuleiki.

Tilnefning Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar staðfest

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu tilnefningu Ketanji Brown Jackson til hæstaréttar þar í landi. Atkvæðagreiðslan fór að mestu eftir flokkslínum en 53 þingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 47 gegn henni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar köfum við ofan í söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka þar sem nokkrir góðkunningjar í bankahruninu eru aftur komnir á kreik íbankakerfinu og sumir sem unnu við söluna keyptu bréf og sátu því beggja megin borðs.

Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja

Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri.

Afmæli hjá Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol halda upp á afmæli KamCarrier í streymi kvöldsins. Þær munu halda upp á það með allskonar áskorunum og með því að spila Warzone.

Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka

Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 

„Mun aldrei nást friður eða vopnahlé ef við erum bara í einhverjum kór“

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir mikilvægt að átta sig á því hvernig almenningur í Rússlandi hugsi. Stríðið í Úkraínu muni ekki hafa einfalda skyndilausn og tíst sem hann hafi sent frá sér séu ekki til marks um nokkurskonar stuðning hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

Sjá meira