Þetta kemur fram í frétt DV en þar segir að hin meinta líkamsárás hafi átt sér stað síðasta laugardag í Kórnum í Kópavogi. Þar hafi verið að halda árshátíð Arion banka og að háttsett kona í bankanum hafi ráðist á öryggisvörð vegna þess að hún hafi ekki fengið yfirhöfn sína því hún hafði týnt miða sínum.
Konan er sögð hafa slegið öryggisvörðinn og veitt honum áverka á augntóft.
Hún mun hafa mætt til vinnu á mánudeginum en er nú sögð hafa farið í leyfi. Í svari við fyrirspurn DV segir að málið sé í skoðun innan fyrirtækisins.