Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15.5.2022 11:00
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15.5.2022 09:55
Jarðskjálfti 4,8 að stærð á suðvesturhorninu Stór jarðskjálfti fannst greinilega á suðvesturhorninu rétt í þessu. Fyrstu viðbrögð Veðurstofunnar eru að hann hafi verið „nokkuð stór“ og fundist víða. 14.5.2022 16:58
Einn handtekinn í aðgerðum sérsveitar á Völlunum Sérsveit Ríkislögreglustjóra var að störfum á Völlunum í Hafnarfirði í dag og virðist lögreglan með nokkurn viðbúnað á staðnum. Meðlimir sérsveitarinnar fóru inn í íbúð í fjölbýlishúsi með skjöld. 14.5.2022 15:41
Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum. 14.5.2022 14:55
Yfirmaður hjá Arion handtekinn á árshátíð Háttsettur yfirmaður í Arion banka mun hafa verið handtekinn vegna meintrar líkamsárásar á öryggisvörð á árshátíð fyrirtækisins. Þetta var um síðustu helgi og er öryggisvörðurinn sagður ætla að leggja fram kæru. 14.5.2022 12:41
Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14.5.2022 11:57
„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. 14.5.2022 11:28
Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14.5.2022 10:38
Með fiðrildi í maganum en bjartsýnn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist vongóður fyrir komandi dag. Hann mætti á kjörstað í Ráðhúsinu í morgun og sagðist bjartsýnn fyrir daginn og hvatti fólk til að kjósa og það snemma. Þá ættu kjósendur Eurovisionkvöldið eftir. 14.5.2022 09:32