Styttist í fyrstu tunglferðina Samúel Karl Ólason skrifar 9. ágúst 2022 13:11 Orion-geimfar á toppi SLS-eldflaugar í Flórída. NASA/Aubrey Gemignani Forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) hafa sett stefnuna á því að fyrsta tunglferð Artemis-áætlunarinnar verði farin þann 29. ágúst. Þá verður geimfari skotið til tunglsins og flogið hring þar í kring og til baka. Geimskotið markar upphaf nýs tímabils tunglferða en skotglugginn svokallaði mun opnast klukkan 12:33 (að íslenskum tíma) þann 29. ágúst og verður opinn í um tvo tíma. Náist ekki að skjóta eldflauginni á loft þá, stendur til að reyna 2. eða 5. september. Orion-geimfari verður skotið út í geim með nýrri tegund eldflauga sem kallast Space Launch System. Um borð í geimfarinu verða gínur, sem búnar verða hinum ýmsu skynjurum og vonast vísindamenn til að fá svör við því hvaða áhrif tunglferð hefði á mannslíkamann. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Geimferð Orion-geimfarsins á að taka um 42 daga. Takist að skjóta farinu á loft þann 29. ágúst á að lenda því aftur á jörðinni þann 10. október. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Fyrsta mannaða tunglferðin verður Artemis-3 og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Artemis-1 snýr þó ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Frekari upplýsingar um CubeSat má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vilja afla mikilla upplýsinga Starfsmenn NASA birtu nýverið yfirlit yfir hvaða markmiðum þeir vildu ná með Artemis-1. efst á listanum var það að ganga úr skugga um að hitaskjöldur Orion-geimfarsins þoldi hitann sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar eftir ferð til tunglsins. Auk þess vilja þeir kanna hreyfla Orion en geimfarið er búið 24 smáum hreyflum sem eiga að hreyfa geimfarið til og frá og jafnvel snúa því. Á braut um tunglið verða hreyflarnir keyrðir í gang og geta þeirra könnuð ítarlega. Einnig á að kanna stýrikerfi Orion. Geimfarið á að vita hvar það er á hverjum tímapunkti og hvert það snýr. Til þess notar geimfarið tvær myndavélar sem taka myndir af stjörnunum í kringum geimfarið og reina út frá þeim hvar það er staðsett. Vara-staðsetningarkerfi geimfarsins greinir staðsetningu þess út frá tunglinu og jörðinni. Myndavélar verða festar við sólarrafhlöður Orion og verður geimferðin notuð til að finna bestu leiðirnar til að safna myndefni úr þeim og senda til jarðarinnar. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði einn af forsvarsmönnum NASA að reynt yrði að hafa beinar útsendingar frá þessum myndavélum. Myndefnið yrði þó í samkeppni við vísindagögn og því færu allar útsendingar eftir því hversu vel gengur að streyma gögnum frá Orion aftur til jarðarinnar. Vonast er til þess að mannkynið muni svo nota tunglið sem stökkpall til Mars og lengra út í sólkerfið. Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tunglið Tengdar fréttir Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Geimskotið markar upphaf nýs tímabils tunglferða en skotglugginn svokallaði mun opnast klukkan 12:33 (að íslenskum tíma) þann 29. ágúst og verður opinn í um tvo tíma. Náist ekki að skjóta eldflauginni á loft þá, stendur til að reyna 2. eða 5. september. Orion-geimfari verður skotið út í geim með nýrri tegund eldflauga sem kallast Space Launch System. Um borð í geimfarinu verða gínur, sem búnar verða hinum ýmsu skynjurum og vonast vísindamenn til að fá svör við því hvaða áhrif tunglferð hefði á mannslíkamann. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Geimferð Orion-geimfarsins á að taka um 42 daga. Takist að skjóta farinu á loft þann 29. ágúst á að lenda því aftur á jörðinni þann 10. október. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Fyrsta mannaða tunglferðin verður Artemis-3 og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Artemis-1 snýr þó ekki eingöngu að því að kanna getu og öryggi SLS-eldflaugarinnar og Orion-geimfarsins. Einnig stendur til að koma flota smárra gervihnatta sem kallast CubeSat á braut um tunglið. Þá á svo meðal annars að nota til að leita að ís á og undir yfirborði tunglsins, sem hægt verður að nota við að koma upp mannaðri bækistöð á tunglinu í framtíðinni. Frekari upplýsingar um CubeSat má sjá í myndbandinu hér að neðan. Vilja afla mikilla upplýsinga Starfsmenn NASA birtu nýverið yfirlit yfir hvaða markmiðum þeir vildu ná með Artemis-1. efst á listanum var það að ganga úr skugga um að hitaskjöldur Orion-geimfarsins þoldi hitann sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolf jarðarinnar eftir ferð til tunglsins. Auk þess vilja þeir kanna hreyfla Orion en geimfarið er búið 24 smáum hreyflum sem eiga að hreyfa geimfarið til og frá og jafnvel snúa því. Á braut um tunglið verða hreyflarnir keyrðir í gang og geta þeirra könnuð ítarlega. Einnig á að kanna stýrikerfi Orion. Geimfarið á að vita hvar það er á hverjum tímapunkti og hvert það snýr. Til þess notar geimfarið tvær myndavélar sem taka myndir af stjörnunum í kringum geimfarið og reina út frá þeim hvar það er staðsett. Vara-staðsetningarkerfi geimfarsins greinir staðsetningu þess út frá tunglinu og jörðinni. Myndavélar verða festar við sólarrafhlöður Orion og verður geimferðin notuð til að finna bestu leiðirnar til að safna myndefni úr þeim og senda til jarðarinnar. Á blaðamannafundi í síðustu viku sagði einn af forsvarsmönnum NASA að reynt yrði að hafa beinar útsendingar frá þessum myndavélum. Myndefnið yrði þó í samkeppni við vísindagögn og því færu allar útsendingar eftir því hversu vel gengur að streyma gögnum frá Orion aftur til jarðarinnar. Vonast er til þess að mannkynið muni svo nota tunglið sem stökkpall til Mars og lengra út í sólkerfið.
Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Vísindi Tunglið Tengdar fréttir Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00 Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39 Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. 2. júní 2022 08:00
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40
Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. 18. mars 2022 10:39
Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út. 11. desember 2021 08:01