Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni.

MAST sviptir bændur leyfi til dýrahalds

Starfsmenn Matvælastofnunar hafa lagt fram beiðni til lögreglu um að ábúendur á bóndabæ á Vesturlandi verði meinað að hafa dýr í þeirra umsjá. Beiðnin byggir á lögum um velferð dýra en í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að eftirlit á bænum hafi leitt í ljós óviðunandi ástand þar.

Táningar gáfu sig fram við lögreglu vegna eldsins í Sidney

Tveir þrettán ára táningar hafa gefið sig fram við lögreglu í Sidney í Ástralíu vegna sögufrægs húss sem varð eld að bráð í gær. Lögreglan hafði áður sagt að hópur ungmenna hefði sést hlaupa frá byggingunni skömmu áður en hún stóð í ljósum logum.

Gera fólki kleift að búa í vitum

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að gefa eða selja á uppboði tíu rúmlega aldargamla vita á austurströnd landsins. Vitarnir spila lítið sem ekkert í öryggi sjófarenda lengur en með því að færa þá í eigu annarra vilja embættismenn tryggja að vitunum sé haldið við.

Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“

Leiðtogar þjálfunarbúða svokallaðra sela, sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna, (e. Navy Seals) hafa haldið illa á spöðunum undanfarin ár. Lítið er fylgst með þjálfurum, sem hafa gert þjálfunina mun erfiðari á undanförnum árum svo brottfall og notkun ólöglegra lyfja hefur aukist til muna.

Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi

Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar.

Spider-Man, Snake og margir aðrir í stiklusúpu Sony

Sony hélt í gær kynningu fyrir þá tölvuleiki sem stúdíó fyrirtækisins eru að vinna að auk, þess sem sýndir voru leikir annarra fyrirtækja sem munu koma út fyrir PlayStation 5 á næstu mánuðum og árum.

Hætta leitinni í Portúgal

Leitinni að líkamsleifum Madeileine McCann við uppistöðulón í Portúgal er lokið. Lögregluþjónar og aðrir opinberir starfsmenn eru að pakka saman við lónið sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem McCann hvarf árið 2007.

Sjá meira