Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 08:11 Ein bygginging sem sögð er hafa skemmst vegna dróna í Moskvu í morgun. Rússar lýsa árásinni sem hryðjuverkaárás, eins og þeir segja oft um meintar árásir Úkraínumanna. AP Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Rússar munu hafa notað rafbúnað til að rugla drónana svo þeir brotlentu á tveimur byggingum en í frétt Reuters segir að önnur byggingin sé ekki langt frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Rússar segja Úkraínumenn einnig hafa reynt „hryðjuverkaárás“ á Krímskaga, sem Rússar hernámu og innlimuðu ólöglega árið 2014. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sautján drónum hafa verið flogið að skaganum í nótt en að fjórtán hafi verið ruglaðir svo þeir brotlentu í sjónum, þrír brotlentu á landi og þrír eru sagðir hafa verið skotnir niður. Undanfarna viku hafa Rússar látið sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa og nærliggjandi byggðir í suðurhluta Úkraínu. Það er eftir að Rússar neituðu af framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gerði Úkraínumönnum kleift að flytja út korn og Rússum að flytja út áburð. Höfnin í Odessa var notuð til að flytja korn frá Úkraínu en árásir Rússa hafa að miklu leyti beinst að innviðum þar. Rússar eru sagðir hafa brennt minnst sextíu þúsund tonn af korni í höfninni á einni viku. Minnst einn dó í árásum Rússa á borgina í gær og 22 eru særðir. Árásirnar hafa meðal annars valdið verulegum skemmdum á frægri dómkirkju sem er á minjaskrá UNESCO. Destroyed twice - by Stalin and Putin - the Odesa Transfiguration Cathedral was built between 1794 and 1808. It was blown up by the Bolsheviks in 1936 and rebuilt after Ukraine regained independence (1996 2006).On the night of July 22 23, 2023, it was hit by a russian missile. pic.twitter.com/vCwDhANoR1— Defense of Ukraine (@DefenceU) July 23, 2023 Í nótt flugu Rússar sjálfsprengjudrónum að hafnarinnviðum á ánni Danúb, að virðist með því áframhaldandi markmiði að gera útflutning korns frá Úkraínu erfiðari í framkvæmd.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00 Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26 Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10 Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. 21. júlí 2023 20:00
Girkin handtekinn fyrir að gagnrýna Pútín Igor Girkin, fyrrverandi yfirmaður í Leyniþjónustu Rússlands (FSB) og fyrrverandi leiðtogi aðskilnaðarsinna í Dónetsk í Úkraínu, var handtekinn í Moskvu í morgun. Girkin var einnig í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu hans að því þegar MH17, flugvél Malasyia Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014. 21. júlí 2023 11:26
Byrjaðir að nota klasasprengjur Úkraínumenn eru byrjaðir að skjóta klasasprengjum að varnarlínum Rússa í suður- og austurhluta Úkraínu. Þá leggja bakhjarlar Úkraínu áherslu á að laga hergögn Úkraínumanna sem skemmast í þeim hörðu átökum sem eiga sér stað í landinu. 20. júlí 2023 14:10
Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar. 20. júlí 2023 10:30
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. 19. júlí 2023 11:54