Dúós: Pétur Jóhann reynir fyrir sér í tölvuleikjum Pétur Jóhann Sigúfsson er ekki mikill leikjaspilari en hann fékk Óla Jóels úr GameTíví til að aðstoða sig við að læra. Saman hafa þeir spilað nokkra leiki, með misgóðum árangri, í þáttum sem heita Dúós. 8.6.2023 09:00
Krókódílar færir um eingetnað Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin. 7.6.2023 18:19
Öskraði á börn og skaut svo móðurina til bana Hvít kona í Flórída sem skaut þeldökkan nágranna sinn í gegnum útidyr sínar, hefur verið handtekin. Nokkrir dagar eru síðan skotárásin átti sér stað en fógeti Marion-sýslu í Flórída hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að handtaka konuna ekki strax. 7.6.2023 15:39
Forstjóri CNN rekinn eftir ár í brúnni Chris Licht, forstjóri CNN, hefur verið rekinn. Hann hefur stýrt sjónvarpsstöðinni í rúmt ár en nýverið birtist ítarleg grein um að hann hefði valdið miklum usla innan CNN. Stjórnartíð hans hefur beðið hnekki vegna óreiðu og lítils áhorfs. 7.6.2023 14:15
Nyrsta sjúkraflug sögunnar Norskir þyrluflugmenn fóru nýverið í nyrsta sjúkraflug sögunnar. Veikur sjómaður var sóttur í rússneskt rannsóknaskip sem var statt nærri norðurpólnum. 7.6.2023 13:35
Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7.6.2023 11:30
Misstu meðvitund skömmu eftir flugtak Flugmaður og farþegar einkaflugvélar sem brotlenti í Virginíu í Bandaríkjunum á dögunum misstu líklega meðvitund skömmu eftir flugtak. Einungis fimmtán mínútum eftir að flugvélinni var flogið af stað, svaraði flugmaður hennar ekki fyrirspurnum flugumferðarstjóra. 7.6.2023 09:56
Staðfesta að Modestas sé sá sem fannst látinn Lögregla á Vesturlandi hefur staðfest að Modestas Antanavicius er sá sem fannst látinn í fjörunni við Straumeyri nærri Borgarnesi í apríl. Hans hafði verið saknað frá því í upphafi árs. 6.6.2023 16:56
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6.6.2023 16:48
Segja fátækum hafa fækkað Fátækum hefur fækkað hér á landi síðustu tvo áratugi og er staðan á íslandi meðal því besta sem þekkist í samanburðarlöndum. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem einnig segir að staðan góða breyti því ekki að fátækt sé til staðar. 6.6.2023 15:39