Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ungur strákur skipti á giftingarhring fyrir Pokémon

Ungur drengur kom heim úr Melaskóla í gær með giftingarhring sem hann hafði fengið í skiptum fyrir Pokémon-spil. Foreldrar drengsins leita nú að eiganda hringsins en fjölmargir hafa haft samband og forvitnast um hvort um þeirra hring sé að ræða.

Trump malar gull á ákærunum

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur safnað meira en 34 milljónum dala í kosningasjóð sinn á þessu ári. Fjárveitingar til hans jukust mjög eftir að hann var ákærður í New York í síðastan mánuði.

Gífurlegt mannfall meðal Spetsnaz-sveita Rússa

Sérsveitir rússneska hersins sem ganga undir nafninu Spetsnaz hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Úkraínu og það mun taka rússneska herinn mörg ár að byggja sveitirnar upp að nýju. Sérsveitarmenn hafa ítrekað verið notaðir eins og hefðbundið fótgöngulið en þrjú Spetsnaz stórfylki eru sagðar hafa misst níutíu til 95 prósent af mönnum sínum.

Partý hjá Babe Patrol og þér er boðið

Stelpurnar Í Babe Patrol halda sannkallað partýstreymi í kvöld þar sem áhorfendum verður boðið að spila með þeim Warzone. Heppnir áhorfendur munu einnig fá glaðninga.

Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann

Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar.

Átta ára ferðalag til Júpíters hafið

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) gera í dag aðra tilraun til að skjóta geimfarinu JUICE af stað til Júpíters. Þar á geimfarið að kanna reikistjörnuna og þrjú stór ístungl Júpíters, sem heita Ganýmedes, Kallistó og Evrópa. 

Ætla ekki að selja Rússum vopn eða skotfæri

Kínverjar munu ekki selja vopn til Rússlands, né Úkraínu. Þetta sagði Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, í morgun en ráðamenn á Vesturlöndum hafa haft áhyggjur af því að Kínverjar ætluðu að styðja við bakið á Rússum og selja þeim vopn og skotfæri.

Gameveran fer á skrímslaveiðar

Marín Gamevera fær til sín góðan gest á skrímslaveiðar í kvöld. Þær veiðar fara fram í hinum vinsæla leik Hunt Showdown.

Staðráðnir í að halda Bakhmut en Rússar sækja fram

Átökin um bæinn Bakhmut í austurhluta Úkraínu hafa staðið yfir í um tíu mánuði og er líklega blóðugasta orrusta innrásar Rússa í Úkraínu. Síðustu vikur hafa Rússar náð hægum en tiltölulega stöðugum árangri í borginni og eru úkraínskir verjendur undir stöðugum árásum.

Sjá meira