Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi. 14.9.2023 20:43
Bjarni Fel er látinn Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, er látinn. Bjarni, sem var þekktur sem Rauða ljónið, var 86 ára gamall og lést í Danmörku, þar sem hann var að sækja jarðarför vinar síns. 14.9.2023 18:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra MAST um málið í beinni. 14.9.2023 18:00
Rautt í Kauphöllinni Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent. 14.9.2023 17:49
Eiginkona El Chapo laus úr steininum Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnabarónsins víðfræga, Joaquín Guzmán, eða El Chapo, er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum. Hún lauk afplánun þriggja ára fangelsisdóms eftir að hún játaði þrjú brot árið 2021 sem sneru að því að hún hefði hjálpað eiginmanni sínum að reka glæpaveldi hans. 14.9.2023 00:02
Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. 13.9.2023 22:29
Skemmdu herskip og kafbát með stýriflaugum Úkraínski herinn skemmdi í nótt rússneskt herskip og kafbát sem voru í slipp í Sevastopol á Krímskaga. Það gerðu Úkraínumenn með Storm Shadow stýriflaugum en árásin beindist að höfuðstöðvum Svartahafsflota Rússa. 13.9.2023 22:00
Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki. 13.9.2023 20:29
Babe Patrol: Spila Warzone með áhorfendum Stelpurnar í Babe Patrol snúa aftur í kvöld og nú fá áhorfendur að spila með þeim. Í kvöld ætla stelpurnar að spila Warzone með áhorfendum, halda spurningakeppni og gefa heppnum áhorfendum vinninga. 13.9.2023 19:31
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13.9.2023 18:18