GameTíví: Ævintýrið í Tamriel heldur áfram Strákarnir í GameTíví halda ævintýrinu í Tamriel áfram í kvöld en þeir ætla að spila Elder Scrolls Online. Að þessu sinni setja strákarnir stefnuna á High Isle þar sem þeir munu berjast við alls kyns ófreskjur og sömuleiðis gefa áhorfendum gjafir. 17.4.2023 19:30
Bein útsending: Hættu við fyrsta geimskot Starship í dag Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna að því að skjóta geimfarinu Starship út í geim í fyrsta sinn. Til þess verður Super Heavy, stærsta eldflaug heimsins notuð. 17.4.2023 10:30
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. 16.4.2023 23:00
Heldur minningu systur sinnar lifandi með einstakri sýningu Verk sem listamaðurinn Tóta van Helzing náði aldrei að klára eru á meðal þess sem nú eru til sýnis á nýopnaðri listasýningu í Gufunesi. Tóta lést fyrir rétt rúmu ári en list hennar lifir áfram með sýningunni. 16.4.2023 21:52
„Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni“ Gömul kræklingaræktunarlína fór í skrúfuna á Rib-bátnum Dögun á fimmtudaginn er honum var siglt í hvalaskoðun í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Tours. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta í annað sinn sem þetta gerist og fjölmargir sjómenn hafi fengið kræklingalínur úr rækt sem varð gjaldþrota í skrúfuna og nauðsynlegt sé að hreinsa línurnar. 16.4.2023 20:41
Þjóðverjar deila um lokun síðustu kjarnorkuveranna Þjóðverjar slökktu í gær á þremur síðustu kjarnorkuverunum í landinu. Lokun orkuveranna hafði verið frestað um nokkra mánuði vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sem leiddi til þess að Þjóðverjar hættu að kaupa jarðeldsneyti frá Rússlandi og að orkuverð hækkaði töluvert í landinu, eins og víða annarsstaðar í Evrópu. 16.4.2023 20:00
Óttast viðbrögð kjósenda við aðgerðum gegn rétti til þungunarrofs Repúblikanar hafa áhyggjur af því að afstaða flokksins til hertra reglna um þungunarrof og aðgerðir í þá átt, muni koma niður á flokknum í kosningum næsta árs. Þeir óttast að stefna flokksins í þessum málum höfði mjög til þeirra flokksmeðlima sem ákveða úrslit forvala í flokknum, en sé óvinsæl meðal almennra kjósenda. 15.4.2023 23:56
Klókir markaðsaðilar fá ráðherra til að klóra sér í kollinum Heilbrigðisráðherra segir það mikið áhyggjuefni hversu margir landsmenn neyta nikótínpúða en vörurnar höfða meðal annars til barna og unglinga. Um sé að ræða snúna baráttu þar sem markaðsaðilar séu mjög séðir og þróa sífellt nýjar vörur. Nýtt regluverk gefi aukin færi. 15.4.2023 22:02
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15.4.2023 21:04
Óljóst hver stjórnar Súdan eftir átök dagsins Hörð átök brutust út milli súdanska hersins og valdamikils vopnahóps í Kartúm, höfuðborg Súdan, í morgun, hvar íbúar við sprengingar og skothríð. Hermenn hafa barist við meðlimir hóps sem kallast RSF, en óljóst er hver fer með stjórn ríkisins að svo stöddu. 15.4.2023 20:46