Létu ekki brenna líkin sem hrönnuðust upp Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 19:20 Rekstur útfararstofunnar hefur gengið brösulega frá því hún var opnuð árið 2017. Minnst 189 lík fundust í húsnæðinu í síðasta mánuði en svo virðist sem um sé að ræða lík sem áttu að vera brennd. AP/Jerilee Bennett Eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum og eiginkona hans voru handtekinn í dag en minnst 189 lík fundust nýverið í húsnæði þeirra. Líkamsleifarnar eru sagðar í misslæmu ásigkomulagi en þær fundust þann 4. október þegar fólk kvartaði undan lykt. Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson. Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10