Skaut konu og fimm börn til bana og svipti sig svo lífi Dæmdur kynferðisbrotamaður sem sleppt var snemma úr fangelsi, skaut eiginkonu sína, þrjú börn hennar og tvær táningsstúlkur sem voru í heimsókn öll til bana í Oklahoma á dögunum. Hann beindi síðan byssu sinni að sjálfum sér en spurningar hafa vaknað um af hverju maðurinn gekk laus. 3.5.2023 23:54
Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. 3.5.2023 22:37
„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. 3.5.2023 21:50
Meta stöðu sameinaðs félags og skoða sameiningu nánar í kjölfarið Viðræður um samruna Íslandsbanka og Kviku eru umfangsmiklar. Bæði félög hafa ráðið fjárhagslega ráðgjafa og er unnið að því að meta samlegð af samruna bankanna og í senn meta stöðu sameinaðs félags á markaði. 3.5.2023 20:45
Ævintýri Grimsby halda áfram Óli Jóels mætir aftur á hliðarlínuna í Grimsby í Stjóranum í kvöld. Nú fer að koma í ljós hvort hann komi liðinu upp um deild í Football Manager eða renni á rassinn í slorinu. 3.5.2023 20:31
Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í. 3.5.2023 18:38
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar Norðurlandanna hétu Úkraínuforseta auknum stuðningi á sögulegum fundi þeirra í Helsinki í dag. Enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Heimir Már og Einar Árnason myndatökumaður okkar eru í Helsinki og gera upp viðburðaríkan dag í finnsku höfuðborginni. 3.5.2023 18:02
Búið að tala við ungmennin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði. 3.5.2023 17:28
Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni. 2.5.2023 22:38
Fyrsti leiðtogafundur Norðurlanda eftir inngöngu Finna í NATO Forseti Finnlands og forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna koma á morgun saman í Helsinki til fyrsta sameiginlegs fundar þeirra frá því Finnar urðu formlega aðilar að NATO hinn 4. apríl. Þá er unnið að myndun nýrrar samsteypustjórnar hægri flokka í landinu. 2.5.2023 21:35