Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2023 11:31 Markwayne Mullin er öldungadeildarþingmaður frá Oklahoma sem situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn. AP/Sue Ogrocki Markwayne Mullin, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Oklahoma, reyndi í gær að fá Sean O‘Brien, forstöðumann stórs verkalýðsfélags í Bandaríkjunum, til að slást við sig á nefndarfundi. Mennirnir tveir vörðu um sex mínútum í að móðga hvern annan á meðan Bernie Sanders, formaður þingnefndarinnar, reyndi að fá þá til að hætta. Á einum tímapunkti las Mullin upp neikvæð tíst sem O‘Brien hafði skrifað um hann. „Þetta er stundin og þetta er staðurinn,“ sagði Mullin. „Ef þú vilt rífa kjaft, getum við hagað okkur eins og fullorðnir menn. Við getum klárað þetta hér.“ O‘Brien tók vel í það. „Stattu þá upp af rassgatinu,“ sagði Mullin. „Statt þú upp af rassgatinu,“ sagði O‘Brien. Þá stóð þingmaðurinn upp úr sæti sínu og byrjaði að taka af sér hring. Bernie Sanders, formaður nefndarinnar sem reyndi að stýra fundinum, brást reiður við. „Þú ert öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna,“ kallaði Sanders á Mullin. „Þetta er nefndarfundur og guð veit að bandaríska þjóðin hefur næga fyrirlitningu á þinginu. Við skulum ekki gera hana verri.“ Mullin og O‘Brien héldu þó áfram, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir Mullin og O‘Brien lengi hafa eldað grátt silfur saman. Mullin hefur lengi verið gagnrýninn á leiðtoga verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum. O‘Brien hefur notað samfélagsmiðla til að kalla Mullin „fávita“ og segja hann „fullan af skít“. Eftir nefndarfundinn sagði Sanders að atvikið hefði verið fáránlegt. Fundurinn hefði verið haldinn til að tala um efnahagsaðstæður vinnandi fjölskyldna. Sífellt breiðari gjá milli hinna ríku og allra annarra og hlutverk verkalýðsfélaga í að bæta hag almennings. „Við erum ekki hérna til að tala um slagsmál.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, var einni spurður út í atvikið en hann sagði það ekki á sína ábyrgð að reyna að hafa stjórn á öllum í þinghúsinu. Hér að neðan geta áhugasamir séð lengri útgáfu af samskiptum Mullin og O‘Brien frá nefndarfundinum. Sakaði McCarthy um að gefa sér olnbogaskot Annað atvik átti sér stað í gær, þar sem Kevin McCarthy, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var sakaður um ofbeldi af öðrum þingmanni Repúblikanaflokksins. Tim Burchett gekk aftan að McCarthy og öskraði á hann að hann hefði veitt sér olnbogaskot í bakið í þinghúsinu. Mikil óreiða hefur ríkt um margra vikna skeið í fulltrúadeildinni eftir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins boluðu McCarthy úr embætti. Repúblikönum gekk verulega illa að finna nýjan leiðtoga en þeir enduðu á Mike Johnson frá Louisiana. Þá hefur verið mikið álag á þingmönnum þar sem þeir hafa unnið að því að samþykkja tímabundin fjárlög og koma í veg fyrir að stöðva þyrfti rekstur alríkisstofnana í Bandaríkjunum. McCarthy var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar Burchett gekk aftan að honum og öskraði: „Hei, Kevin. Af hverju gengur þú aftan að mér og gefur mér olnbogaskot í bakið? Þú ert heigull?“ „Ég gerði það ekki,“ sagði McCarthy á meðan Burchett hélt áfram að öskra á hann. Að endingu hló McCarthy og sagði: „Guð minn góður.“ Burchett, sem var einn þeirra átta þingmanna sem felldu McCarthy, kallaði þann síðarnefnda svo heigul áður en hann gekk á brott. Atvikið náðist þó ekki á myndband, samkvæmt frétt Washington Post. Burchett sagði í viðali við CNN að McCarthy hefði meitt sig með því að gefa sér olnbogaskot beint í nýrun. Matt Gaetz, sem leiddi þingmennina átta, hefur tilkynnt málið og krefst þess að siðanefnd þingsins rannsaki það. McCarthy sagði blaðamönnum eftir á að hann hefði ekki gefið Burchett olnbogaskot. Hann sagðist hafa rekist utan í hann á fjölmennum gangi. „Ef ég hefði slegið einhvern myndi viðkomandi vita það strax,“ sagði McCarthy. "Oh come on," Kevin McCarthy says, dismissing Tim Burchett saying he was in pain from the "sucker punch" he accuses the former speaker of throwingAsked him about Burchett saying McCarthy is like a kid who would "hide behind his mama's skirt."McCarthy: "That's not who I am." pic.twitter.com/xltT3ZPrX2— Manu Raju (@mkraju) November 14, 2023 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Á einum tímapunkti las Mullin upp neikvæð tíst sem O‘Brien hafði skrifað um hann. „Þetta er stundin og þetta er staðurinn,“ sagði Mullin. „Ef þú vilt rífa kjaft, getum við hagað okkur eins og fullorðnir menn. Við getum klárað þetta hér.“ O‘Brien tók vel í það. „Stattu þá upp af rassgatinu,“ sagði Mullin. „Statt þú upp af rassgatinu,“ sagði O‘Brien. Þá stóð þingmaðurinn upp úr sæti sínu og byrjaði að taka af sér hring. Bernie Sanders, formaður nefndarinnar sem reyndi að stýra fundinum, brást reiður við. „Þú ert öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna,“ kallaði Sanders á Mullin. „Þetta er nefndarfundur og guð veit að bandaríska þjóðin hefur næga fyrirlitningu á þinginu. Við skulum ekki gera hana verri.“ Mullin og O‘Brien héldu þó áfram, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Blaðamaður AP fréttaveitunnar segir Mullin og O‘Brien lengi hafa eldað grátt silfur saman. Mullin hefur lengi verið gagnrýninn á leiðtoga verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum. O‘Brien hefur notað samfélagsmiðla til að kalla Mullin „fávita“ og segja hann „fullan af skít“. Eftir nefndarfundinn sagði Sanders að atvikið hefði verið fáránlegt. Fundurinn hefði verið haldinn til að tala um efnahagsaðstæður vinnandi fjölskyldna. Sífellt breiðari gjá milli hinna ríku og allra annarra og hlutverk verkalýðsfélaga í að bæta hag almennings. „Við erum ekki hérna til að tala um slagsmál.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, var einni spurður út í atvikið en hann sagði það ekki á sína ábyrgð að reyna að hafa stjórn á öllum í þinghúsinu. Hér að neðan geta áhugasamir séð lengri útgáfu af samskiptum Mullin og O‘Brien frá nefndarfundinum. Sakaði McCarthy um að gefa sér olnbogaskot Annað atvik átti sér stað í gær, þar sem Kevin McCarthy, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, var sakaður um ofbeldi af öðrum þingmanni Repúblikanaflokksins. Tim Burchett gekk aftan að McCarthy og öskraði á hann að hann hefði veitt sér olnbogaskot í bakið í þinghúsinu. Mikil óreiða hefur ríkt um margra vikna skeið í fulltrúadeildinni eftir að nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins boluðu McCarthy úr embætti. Repúblikönum gekk verulega illa að finna nýjan leiðtoga en þeir enduðu á Mike Johnson frá Louisiana. Þá hefur verið mikið álag á þingmönnum þar sem þeir hafa unnið að því að samþykkja tímabundin fjárlög og koma í veg fyrir að stöðva þyrfti rekstur alríkisstofnana í Bandaríkjunum. McCarthy var í viðtali við blaðamann Washington Post þegar Burchett gekk aftan að honum og öskraði: „Hei, Kevin. Af hverju gengur þú aftan að mér og gefur mér olnbogaskot í bakið? Þú ert heigull?“ „Ég gerði það ekki,“ sagði McCarthy á meðan Burchett hélt áfram að öskra á hann. Að endingu hló McCarthy og sagði: „Guð minn góður.“ Burchett, sem var einn þeirra átta þingmanna sem felldu McCarthy, kallaði þann síðarnefnda svo heigul áður en hann gekk á brott. Atvikið náðist þó ekki á myndband, samkvæmt frétt Washington Post. Burchett sagði í viðali við CNN að McCarthy hefði meitt sig með því að gefa sér olnbogaskot beint í nýrun. Matt Gaetz, sem leiddi þingmennina átta, hefur tilkynnt málið og krefst þess að siðanefnd þingsins rannsaki það. McCarthy sagði blaðamönnum eftir á að hann hefði ekki gefið Burchett olnbogaskot. Hann sagðist hafa rekist utan í hann á fjölmennum gangi. „Ef ég hefði slegið einhvern myndi viðkomandi vita það strax,“ sagði McCarthy. "Oh come on," Kevin McCarthy says, dismissing Tim Burchett saying he was in pain from the "sucker punch" he accuses the former speaker of throwingAsked him about Burchett saying McCarthy is like a kid who would "hide behind his mama's skirt."McCarthy: "That's not who I am." pic.twitter.com/xltT3ZPrX2— Manu Raju (@mkraju) November 14, 2023
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira