Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135. 30.5.2023 22:35
Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. 30.5.2023 18:51
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. 30.5.2023 18:00
MAST sviptir bændur leyfi til dýrahalds Starfsmenn Matvælastofnunar hafa lagt fram beiðni til lögreglu um að ábúendur á bóndabæ á Vesturlandi verði meinað að hafa dýr í þeirra umsjá. Beiðnin byggir á lögum um velferð dýra en í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að eftirlit á bænum hafi leitt í ljós óviðunandi ástand þar. 30.5.2023 17:53
Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. 26.5.2023 16:54
Táningar gáfu sig fram við lögreglu vegna eldsins í Sidney Tveir þrettán ára táningar hafa gefið sig fram við lögreglu í Sidney í Ástralíu vegna sögufrægs húss sem varð eld að bráð í gær. Lögreglan hafði áður sagt að hópur ungmenna hefði sést hlaupa frá byggingunni skömmu áður en hún stóð í ljósum logum. 26.5.2023 15:29
Gera fólki kleift að búa í vitum Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að gefa eða selja á uppboði tíu rúmlega aldargamla vita á austurströnd landsins. Vitarnir spila lítið sem ekkert í öryggi sjófarenda lengur en með því að færa þá í eigu annarra vilja embættismenn tryggja að vitunum sé haldið við. 26.5.2023 14:28
Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Leiðtogar þjálfunarbúða svokallaðra sela, sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna, (e. Navy Seals) hafa haldið illa á spöðunum undanfarin ár. Lítið er fylgst með þjálfurum, sem hafa gert þjálfunina mun erfiðari á undanförnum árum svo brottfall og notkun ólöglegra lyfja hefur aukist til muna. 26.5.2023 13:00
Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26.5.2023 10:27
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26.5.2023 08:01