Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Sjúklingar fylla gólfin á spítölum Gasa og staðan versnar með hverri klukkustund að mati hjálparstofnana. Fólk geti ekki flúið í öruggt skjól á sama tíma og Ísraelsher kallar eftir umfangsmeiri rýmingum.

Við sjáum sláandi myndir frá Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fjöllum um málið.

Annar hver fimmtán ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í þremur meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. Við kynnum okkur málið og ræðum við Eirík Rögnvaldsson, prófessor, sem mætir í myndver.

Bílstjóri sem varð vitni af því þegar hópferðabíll ók yfir erlendan ferðamann á bílastæði við Keflavíkurflugvöll segir mildi að ekki hafi farið verr. Hann og fleiri bílstjórar gagnrýna öryggisráðstafanir á svæðinu og telja brýnt að bæta aðstæður.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem önnur umræða um fjárlög stendur yfir, skoðum eitt glæsilegasta jólaþorp landsins og verðum í beinni frá Prikinu og kíkjum á nýtt hljóð- og myndverk Högna Egilssonar.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×