Líkur á gosi í Grindavík fari hratt þverrandi Talið er að kvikan undir kvikuganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta til. Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni þar og fara líkur á gosi hratt þverrandi með hverjum degi. 25.11.2023 16:45
Semja aftur um flug til Húsavíkur Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu þrjá mánuði og verður í kjölfarið ákveðið með framhaldið. 25.11.2023 16:32
Ákæra fjölda fólks vegna óeirðanna í Dyflinni Að minnsta kosti 24 hafa verið færðir fyrir dómara í Dyflinni á Írlandi og ákærðir vegna óeirða sem áttu sér stað í borginni aðfaranótt föstudags. Þrír voru ákærðir fyrir vopnaburð og fjórir fyrir þjófnað, svo eitthvað sé nefnt. 25.11.2023 16:13
Myndaðasta fólk ársins Sumt fólk getur ekki stigið út yfir eigin dyr án þess að vera elt af ljósmyndurum. Það á við leikara, stjórnmálamenn, íþróttamenn og marga aðra. 25.11.2023 14:56
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25.11.2023 12:20
Derek Chauvin stunginn í fangelsi Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem dæmdur var fyrir morðið á George Floyd, er sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var stunginn í fangelsi í gær. Árásin var gerð í fangelsi í Tucson í Arisóna, þar sem Chauvin afplánar 21 árs dóm fyrir að svipta Floyd réttindum sínum. 25.11.2023 10:44
Fagnaðarlæti á Vesturbakkanum Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vesturbakkanum í gærkvöldi þegar 39 konum og börnum var sleppt úr ísraelskum fangelsum. Það var gert í skiptum fyrir þrettán konur og börn sem vígamenn Hamas og Íslamsks jíhads héldu í gíslingu á Gasaströndinni. 25.11.2023 09:55
Rússar herða sultarólina Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán. 24.11.2023 17:01
Búið að sleppa tuttugu og fjórum gíslum Hamas-liðar hafa sleppt fyrstu gíslunum úr haldi í fangaskiptum á Gasaströndinni. Um er að ræða tíu Taílendinga, einn Filippseying og þrettán Ísraela sem sleppt var í skiptum fyrir 39 Palestínumenn í haldi Ísraela. Vopnahléið sem hófst í morgun hefur að mestu haldið og neyðarbirgðir berast íbúa Gasastrandarinnar. 24.11.2023 14:49
GTA-leikari „svattaður“ í beinni Lögreglunni var sigað að heimili leikarans Ned Luke, sem lék glæpamanninn Michael De Santa í Grand Theft Auto 5, einum vinsælasta tölvuleik sögunnar, í gærkvöldi. Það var gert þegar hann var að streyma sig spila GTA 5. 24.11.2023 13:45