Musk sjö og hálfri billjón króna fátækari Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 23:21 Elon Musk er töluvert fátækari í kvöld en hann var í morgun. AP/Kirsty Wigglesworth Auðjöfurinn Elon Musk mátti ekki fá 55 milljarða dala greiðslu frá fyrirtæki sínu Tesla, í formi kaupréttar árið 2018. Dómari í Delaware í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir í kvöld, fimm árum eftir að hluthafar í fyrirtækinu höfðuðu mál vegna greiðslunnar, sem gerði Musk að einum ríkasta manni heims. Á gengi dagsins í dag samsvara 55 milljarðar dala um 7,5 billjónum króna (7.500.000.000.000). Hluthafi sem höfðaði málið sagði stjórn Tesla hafa farið gegn skyldum sínum og afvegaleitt hluthafa. Hann sagði einnig að viðræðurnar um kauprétt Musks hafi verið sviksamar, þar sem meðlimir stjórnarinnar heyrðu undir Musk sjálfan og væru of nánir honum til að geta samið við hann. Samkvæmt frétt CNN héldu lögmenn Richards Tornetta, hluthafa í Tesla, því einnig fram að árangursviðmiðin sem Tesla þurfti að ná svo Musk fengi kaupréttinn hefðu verið í samræmi við innri spár fyrirtækisins og því hefði ekki verið um neins konar framúrskarandi frammistöðu hans að ræða sem stjórnanda. Musk á þrettán prósent í Tesla og er því stærsti hluthafi í fyrirtækinu. Hann seldi hluta hlutabréfa sinna árið 2022 til að kaupa Twitter. Undanfarnar vikur hefur hann reynt að styrkja tak sitt á fyrirtækinu og sagt að hann vilji eiga fjórðung í því. Elon Musk birti færslu á samfélagsmiðli sínum X (áður Twitter) í kvöld þar sem hann skrifaði bara eina setningu: „Ekki skrá fyrirtæki ykkar í Delaware.“ Never incorporate your company in the state of Delaware— Elon Musk (@elonmusk) January 30, 2024 Mörg af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware þar sem ríkið er með lægri skattbyrði á fyrirtæki en flest önnur. Lögmenn Musks sögðu 73 prósent hluthafa Tesla, að honum sjálfum og bróður hans undanskildum, hafa samþykkt kaupréttarsamninginn í atkvæðagreiðslu. Þeir segja einnig að virði hlutabréfa hluthafa hafi aukist til muna og að Musk hefi ekki greitt sér nein laun eða bónusa að öðru leyti. Dómarinn Kathaleen McCormick tók þó ekki undir þann málflutning og sagði að hlutabréf Musks í Tesla væru virði tuga milljarða dala, svo ekki væri rétt að hann hefði ekki fengið neitt fyrir störf sín hjá fyrirtækinu. Hún sagði að ferlið varðandi kaupréttarsamninginn innan Tesla hafi verið verulega gallað. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað. Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. 30. janúar 2024 07:13 Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. 25. janúar 2024 15:01 Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 10. desember 2023 10:04 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Á gengi dagsins í dag samsvara 55 milljarðar dala um 7,5 billjónum króna (7.500.000.000.000). Hluthafi sem höfðaði málið sagði stjórn Tesla hafa farið gegn skyldum sínum og afvegaleitt hluthafa. Hann sagði einnig að viðræðurnar um kauprétt Musks hafi verið sviksamar, þar sem meðlimir stjórnarinnar heyrðu undir Musk sjálfan og væru of nánir honum til að geta samið við hann. Samkvæmt frétt CNN héldu lögmenn Richards Tornetta, hluthafa í Tesla, því einnig fram að árangursviðmiðin sem Tesla þurfti að ná svo Musk fengi kaupréttinn hefðu verið í samræmi við innri spár fyrirtækisins og því hefði ekki verið um neins konar framúrskarandi frammistöðu hans að ræða sem stjórnanda. Musk á þrettán prósent í Tesla og er því stærsti hluthafi í fyrirtækinu. Hann seldi hluta hlutabréfa sinna árið 2022 til að kaupa Twitter. Undanfarnar vikur hefur hann reynt að styrkja tak sitt á fyrirtækinu og sagt að hann vilji eiga fjórðung í því. Elon Musk birti færslu á samfélagsmiðli sínum X (áður Twitter) í kvöld þar sem hann skrifaði bara eina setningu: „Ekki skrá fyrirtæki ykkar í Delaware.“ Never incorporate your company in the state of Delaware— Elon Musk (@elonmusk) January 30, 2024 Mörg af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna eru skráð í Delaware þar sem ríkið er með lægri skattbyrði á fyrirtæki en flest önnur. Lögmenn Musks sögðu 73 prósent hluthafa Tesla, að honum sjálfum og bróður hans undanskildum, hafa samþykkt kaupréttarsamninginn í atkvæðagreiðslu. Þeir segja einnig að virði hlutabréfa hluthafa hafi aukist til muna og að Musk hefi ekki greitt sér nein laun eða bónusa að öðru leyti. Dómarinn Kathaleen McCormick tók þó ekki undir þann málflutning og sagði að hlutabréf Musks í Tesla væru virði tuga milljarða dala, svo ekki væri rétt að hann hefði ekki fengið neitt fyrir störf sín hjá fyrirtækinu. Hún sagði að ferlið varðandi kaupréttarsamninginn innan Tesla hafi verið verulega gallað. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað.
Tesla Bandaríkin Tengdar fréttir Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. 30. janúar 2024 07:13 Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. 25. janúar 2024 15:01 Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49 Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33 Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 10. desember 2023 10:04 Mest lesið Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Heilaflaga Neuralink Musk grædd í fyrsta einstaklinginn Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk hefur greint frá því að fyrirtæki hans Neuralink hafi nú í fyrsta sinn grætt þráðlausa tölvuflögu í heila manneskju. 30. janúar 2024 07:13
Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. 25. janúar 2024 15:01
Hafa tvöfaldað auð sinn á fjórum árum Fimm ríkustu menn í heimi hafa rúmlega tvöfaldað auð sinn frá árinu 2020. Á sama tíma hefur staða sextíu prósenta jarðarbúa versnað, en það eru næstum því fimm milljarðar manna. 15. janúar 2024 07:49
Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal. 8. janúar 2024 23:33
Musk býður Alex Jones velkominn á X Elon Musk, auðjöfur og eigandi samfélagsmiðilsins X, hefur boðið bandaríska fjölmiðlamanninn og samsæriskenningasmiðinn Alex Jones velkominn á miðilinn í kjölfar kosningar sem Musk hélt á X-síðu sinni. 10. desember 2023 10:04