Stálu verki eftir Banksy meðan fólk horfði á Stuldur stöðvunarskiltis með verki eftir götulistamanninn Bansky hefur verið tilkynntur til lögreglu. Listaverkið, sem talið er vera allt að hálfrar milljónar punda virði, var tekið af tveimur mönnum innan við hálftíma eftir að staðfest var að það var eftir Banksy. 23.12.2023 13:38
Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. 23.12.2023 13:05
„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23.12.2023 10:57
Í sömu hæð aftur eftir tvær til þrjár vikur Landris heldur áfram við Svartsengi eftir að eldgosinu við Sundhnjúka lauk á dögunum. Það seig aftur á meðan á eldgosinu stóð en verður líklega aftur komið í sömu hæð eftir tvær til þrjár vikur. 23.12.2023 09:15
Setja takmarkanir á kínversk leikjafyrirtæki Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag nýjar reglur sem eiga að draga úr eyðslu bæði tíma og peninga í tölvuleiki. Kína er stærsti leikjamarkaður heims og virði leikjafyrirtækja þar hríðféll eftir yfirlýsinguna. 22.12.2023 16:53
Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Yfirvöld í Úkraínu segja þrjár rússneskar sprengjuvélar af gerðinni Su-34 hafa verið skotnar niður yfir yfir suðurhluta Úkraínu í dag. Rússneskir herbloggarar segja Patriot-loftvarnarkerfi hafa verið notað til að skjóta herþoturnar niður. 22.12.2023 15:25
Hlupu þungvopnaðir um í leit að árásarmanninum Lögreglan í Prag hefur birt myndband sem sýnir lögregluþjóna og sérsveitarmenn leita að árásarmanninum í einni verstu fjöldaskotárás Evrópu, sem framin var í gær. Ungur byssumaður gekk berserksgang í háskóla í borginni þar sem hann skaut minnst fjórtán til bana og særði 25. 22.12.2023 14:05
Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jólahátíðin og áramótin geta reynst ferfætlingum og öðrum gæludýrum erfitt. Hefðbundin rútína hverfur um tíma, mikið er um heimsóknir og mataræði breytist mjög. Matvælastofnun segir mikilvægt að tryggja gæludýrum áfram hefðbundna hreyfingu og nauðsynlega hvíld til að tryggja að þeim líði vel. 22.12.2023 13:32
Hægri hönd Pútíns skipulagði dauða Prígósjíns Níkólaí Patrúsjev, hægri hönd Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, er sagður hafa komið að skipulagningu og að endingu samþykkt banatilræði gegn auðjöfrinum Jevgení Prígósjín. Sá dó þegar flugvél hans féll til jarðar skammt frá Moskvu í ágúst. 22.12.2023 12:03
Giuliani sækir um gjaldþrotaskipti Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur. 22.12.2023 10:14