Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“

Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans.

„Þessi yfirlýsing er virðislaus“

Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik.

Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh

Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans.

„Ekki ráðherra til að fá útrás fyrir sína villtustu drauma“

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir að margar hugmyndir hafi verið lagðar fram sem ættu að leiða til færri frávika við hvalveiðar. Hvalveiðar hefjast aftur á morgun en með ítarlegum skilyrðum en Svandís þvertekur fyrir að hún sé að láta undan hótunum með því að leyfa veiðarnar aftur.

„Það er allt í lagi“

Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans.

Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs

Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum.

Villeneuve til í þriðju myndina

Denis Villeneuve segist hafa áhuga á því að gera tvíleik sinn um bókina Dune að þríleik, með þriðju kvikmyndinni sem myndi þá fjalla um bókina Dune Messiah, annarrar bókar Frank Herbert um Paul Atreides og plánetuna Arrakis.

Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna.

Hermenn handtóku forseta Gabon

Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi.

Sjá meira