Nær því að leysa gamla ráðgátu um sólina Vísindamenn eru að nálgast svör við gamalli ráðgátu um sólina. Það hefur lengi vakið furðu að kóróna sólarinnar er heitari en yfirborð hennar. 21.9.2023 16:52
Þreyttir eftir harða bardaga: „Vinir okkar týna lífinu í skóginum, einn af öðrum“ Eftir þriggja mánaða baráttu tókst úkraínskum hermönnum að frelsa bæina Klistjívka og Andrjívka í austurhluta Úkraínu. Hermenn lýsa aðstæðum þar sem helvíti en þeim tókst að sigra Rússa og segjast hafa fellt og handsamað fjölmarga rússneska hermenn. 21.9.2023 16:01
Rupert Murdoch sest í helgan stein Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur ákveðið að setjast í helgan stein og hætta sem formaður stjórna bæði Fox og News Corp. Murdoch, sem er 92 ára gamall, er mjög umdeildur vegna umsvifa hans á fjölmiðalmarkaði. 21.9.2023 13:44
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21.9.2023 12:16
Drengurinn fundinn á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði í morgun tólf ára drengs á Akureyri, með einhverfu. Drengurinn fannst í hádeginu. 21.9.2023 11:51
Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. 21.9.2023 10:47
Föruneyti Pingsins: Hefja langt ferðalag í nýjum þætti Föruneyti Pingsins, nýr þáttur frá GameTíví, göngu sína í kvöld. Þar munu fjórir spilarar takast á við skrímsli og drýsla í hlutverkaleiknum Baldur's Gate 3. 20.9.2023 19:31
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20.9.2023 16:59
Leita að lömuðu fólki fyrir tilraunir með heilatölvur Forsvarsmenn fyrirtækisins Neuralink eru byrjaðir að auglýsa eftir fólki sem er tilbúið til að láta tengja tilraunabúnað við heila sinn. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, stofnaði fyrirtækið en starfsmenn þess vinna að því að þróa smáar tölvur sem eiga að greina hugsanir manna og gera fólki kleift að stýra öðrum tækjabúnaði með hugsunum sínum. 20.9.2023 15:09
McCarthy í basli og þingið lamað Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi. 20.9.2023 13:53