Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Báðu Ísraela um að bíða með innrás

Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum

Úkraínumönnum tókst ekki að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Eftir fimm mánaða átök er vetur að skella á, sem mun gera frekari sóknir erfiðar. Þá eiga Rússar enn í umfangsmiklum árásum við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu, sem hafa skilað litlum árangri og kostað Rússa mikið.

Getur ekki bjargað sér með gjaldþroti

Dómari í Texas Í Bandaríkjunum hefur gert samsæriskenningasmiðinum Alex Jones ljóst að hann muni ekki komast hjá því að greiða fórnarlömbum sínum skaðabætur, ef hann lýsir yfir gjaldþroti. Með ákvörðun sinni er dómarinn að tryggja að Jones mun líklega verja ævinni í að greiða skaðabæturnar, enda hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem voru myrt í Sandy Hook á árum áður tæplega einn og hálfan milljarð dala.

Dómari hótar að fangelsa Trump

Dómari í New York hefur hótað því að fangelsa Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna færslu um aðstoðarmann dómarans á samfélagsmiðlum. Færslan er brot á skipun dómarans um að Trump mætti ekki tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins.

Þóttist vera gína og fór svo ránshendi um tóma verslun

Saksóknarar í Varsjá hafa ákært 22 ára mann fyrir rán en hann er sakaður um að hafa rænt verslun með því að þykjast vera gína. Maðurinn stóð hreyfingarlaus í glugga verslunarinnar með poka, þar til starfsmenn fóru heim án þess að átta sig á því að hann væri þar inni.

Dælan fer á flakk

Strákarnir í Dælunni ætla á flakk í kvöld og láta reyna á hvort þeir séu kunnugir staðháttum á Íslandi. Flakk er leikur á vef Já, þar sem spilarar giska á hvar þeir eru staddir á landinu.

Hálfétinn hvítháf rak á land í Ástralíu

Hræ hálfétins hvítháfs rak nýverið á land í Ástralíu. Svo virðist sem hákarlinn hafi verið rifinn í tætlur en talið er að háhyrningur hafi banað dýrinu.

Játar og gæti borið vitni gegn Trump

Lögmaðurinn Sydney Powell, sem tók virkan þátt í tilraunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, við að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020, hefur gengist við brotum sínum í Georgíu. Hún hefur gert samkomulag um að bera vitni gegn öðrum sakborningum, þeirra á meðal Trump, og var dæmd á sex ára skilorð.

Árásir gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna

Bandarískir hermenn eru sagðir hafa slasast lítillega í drónárásum á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak í gær. Tveimur drónum var flogið að al Asad flugstöðinni í vesturhluta Íraks og einum að annarri herstöð í norðurhluta landsins.

Sjá meira