„Aldrei verið jafn þungt yfir Ísrael“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir Hamas, Hezbollah og bakhjarla þeirra í Íran vilja færa Mið-Austurlönd aftur til tíma stríða, þrælkunar og útrýmingar. Hann segir heiminn allan þurfa að standa með Ísrael í baráttunni við þennan „ás hins illa“. 19.10.2023 12:04
Fékk færri atkvæði í seinna skiptið en vill reyna aftur, aftur Hinn umdeildi bandaríski þingmaður Jim Jordan gerði aðra atrennu að embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Hann fékk þó færri atkvæði en í fyrstu atkvæðagreiðslunni og þrátt fyrir það vill hann reyna aftur. 19.10.2023 11:09
Fjórum F-16 flogið til Íslands á morgun Bandarísk flugsveit kemur með fjórar F-16 orrustuþotur til landsins á morgun og mun taka við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Umrædd sveit kemur frá Þýskalandi og telur 120 liðsmenn. 19.10.2023 09:55
Hver átti sprengjuna? Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum. 18.10.2023 14:26
Tuttugu Repúblikanar greiddu atkvæði gegn Jordan Tuttugu þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu í gær atkvæði gegn því að Jim Jordan yrði næsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jordan er þó borubrattur og stefnir á aðra atkvæðagreiðslu seinna í dag. 18.10.2023 12:10
Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta. 18.10.2023 10:38
Vaktin: Ísraelar leyfa takmarkaða birgðaflutninga til Gasa Ísraelsmenn segja samtökin Íslamskt jíhad bera ábyrgð á harmleiknum á al Ahli Arab sjúkrahúsinu á Gasa í gærkvöldi en um hafi verið að ræða eldflaugaskot sem mistókst með þeim afleiðingum að hluti flaugarinnar eða brotajárn lenti á sjúkrahúsinu. 18.10.2023 08:32
Ver fúlgum fjár í lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, halar inn peningum frá stuðningsmönnum sínum en ver stórum hluta peninganna í lögfræðingakostnað. Á sama tíma aflar hann fjár á grundvelli dómsmála gegn honum. 18.10.2023 08:14
„Þið getið tekið við þeim“ Abdullah annar, konungur Jórdaníu, þvertók fyrir það í dag að ríki hans eða Egyptaland tækju á móti palestínsku flóttafólki frá Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Tryggja þyrfti öryggi fólksins þar sem þau eru. 17.10.2023 16:28
Bein útsending: Jordan gerir atrennu að embætti þingforseta Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiða í dag atkvæði um hvort Jim Jorda, Repúblikani, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. Útlit er fyrir að Jordan hafi ekki tekist að tryggja sér nægilega mörg atkvæði úr eigin þingflokki. 17.10.2023 15:01