Starliner á loks að bera geimfara Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 14:09 Starfsmenn Boeing að dæla eldsneyti á Starliner geimfarið sem bera á geimfara til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Boeing Starfsmenn Boeing stefna að því að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar um borð í geimfarinu Starliner í næsta mánuði. Þróun geimfarsins hefur reynst Boeing erfið og er mörgum árum á eftir áætlun. Vonast er til þess að hægt verði að skjóta geimfarinu á loft frá Flórída þann 6. maí og á að notast við Atlas V eldflaug frá United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en því var ítrekað frestað út það ár. #Starliner is fully fueled for the Crew Flight Test (CFT), now targeted to launch to the @Space_Station on May 6.Read more about the propellent loading operation and what's next for the spacecraft: https://t.co/HN6jjnkWf9 pic.twitter.com/KAgQ1SoIt1— Boeing Space (@BoeingSpace) April 5, 2024 Þegar Starliner fór fyrst á loft, í desember 2019, misheppnaðist geimskotið vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar í maí 2022. Þá stóð til að senda menn til geimstöðvarinnar með Starliner síðasta sumar en því geimskoti var einnig frestað og á loks að verða af geimskotinu þann 6. maí. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Geimfararnir sem verða um borð í Starliner í næsta mánuði eru þau Barry Wilmore og Sunita Williams. Þau hafa bæði starfað fyrir NASA sem geimfarar og fyrir sjóher Bandaríkjanna sem flugmenn. Á sama tíma og Boeing gerði samninginn við NASA gerði geimvísindastofnunin einnig samning við SpaceX um þróun sambærilegs geimfars. Sá samningur var töluvert minni en þrátt fyrir það hefur geimfar SpaceX, sem kallast Crew Dragon, ítrekað verið notað til mannaðra geimferða, bæði á vegum NASA til geimstöðvarinnar og til einkaferða, á undanförnum árum. Boeing Geimurinn Bandaríkin Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Vonast er til þess að hægt verði að skjóta geimfarinu á loft frá Flórída þann 6. maí og á að notast við Atlas V eldflaug frá United launch alliance, sem er samstarfsvettvangur Boeing og Lockheed Martin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en því var ítrekað frestað út það ár. #Starliner is fully fueled for the Crew Flight Test (CFT), now targeted to launch to the @Space_Station on May 6.Read more about the propellent loading operation and what's next for the spacecraft: https://t.co/HN6jjnkWf9 pic.twitter.com/KAgQ1SoIt1— Boeing Space (@BoeingSpace) April 5, 2024 Þegar Starliner fór fyrst á loft, í desember 2019, misheppnaðist geimskotið vegna þess að innri klukka geimfarsins var ekki í samræmi við innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notuð var til að skjóta Starliner á Loft. Því komst geimfarið aldrei á sporbraut. Tilraun tvö misheppnaðist vegna nokkurra ventla sem festust. Næsta geimskot heppnaðist og var geimfarið sent, ómannað, til geimstöðvarinnar í maí 2022. Þá stóð til að senda menn til geimstöðvarinnar með Starliner síðasta sumar en því geimskoti var einnig frestað og á loks að verða af geimskotinu þann 6. maí. Sjá einnig: Boeing í basli með Starliner Geimfararnir sem verða um borð í Starliner í næsta mánuði eru þau Barry Wilmore og Sunita Williams. Þau hafa bæði starfað fyrir NASA sem geimfarar og fyrir sjóher Bandaríkjanna sem flugmenn. Á sama tíma og Boeing gerði samninginn við NASA gerði geimvísindastofnunin einnig samning við SpaceX um þróun sambærilegs geimfars. Sá samningur var töluvert minni en þrátt fyrir það hefur geimfar SpaceX, sem kallast Crew Dragon, ítrekað verið notað til mannaðra geimferða, bæði á vegum NASA til geimstöðvarinnar og til einkaferða, á undanförnum árum.
Boeing Geimurinn Bandaríkin Tækni SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fá 260 milljarða til að þróa tungljeppa Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að þrjú fyrirtæki hefið veru valin til að þróa tungljeppa fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar. geimfarar eiga að nota þennan jeppa á tunglinu og til undirbúnings fyrir geimferðir til Mars. 4. apríl 2024 13:00