Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Andri Lucas á leið til Belgíu

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi.

Hlað­­varps­vinur LeBron lík­legastur til að taka við Lakers

Leikmaðurinn fyrrverandi Jonathan Clay „JJ“ Reddick hefur óvænt verið orðaður við þjálfarastöðu Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Það vekur athygli þar sem undanfarnar vikur hefur hann haldið úti hlaðvarpi með LeBron James, skærustu stjörnu Lakers.

Ó­trú­legur við­snúningur Lyon

Framan af nýlokinni leiktíð stefndi allt í að Lyon myndi falla úr frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fjárhirslur félagsins hafa séð betri daga og virtist það vera ná til leikmanna liðsins sem voru í fallsæti í desember.

Starfs­maður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann

Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna.

Tvenna Orra Steins dugði ekki og titil­vonir FCK úr sögunni

Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins.

Martin og fé­lagar tóku sópinn með sér

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og liðsfélagar hans í Alba Berlín eru komnir í undanúrslit þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta þökk sé sópi á Bonn í 8-liða úrslitum.

Sjá meira