Þjálfarakapall knattspyrnusumarsins 2024: Hver tekur við Brighton, Bayern, Chelsea eða þá Man United? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 10:01 Þessir fjórir eru orðaðir við fjölda liða en þrír af þeim fara atvinnulausir inn í sumarið. Vísir/Getty Images Það virðist sem þjálfarakapall ársins ætli að vera sá lengsti í manna minnum. Nú þegar eru Chelsea, Bayern München og AC Milan í þjálfaraleit, Manchester United gæti farið sömu leið og þá er fráfarandi þjálfari Brighton & Hove Albion gríðarlega eftirsóttur. Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Venjulega er talað um „silly season“ í kringum leikmannakaup stærstu liða Evrópu. Á hugtakið við um tímann áður en félagaskiptaglugginn opnar og nær öll stærst lið álfunnar eru orðuð við hinn og þennan. Hér að neðan er farið yfir það helsta sem hefur ratað í fjölmiðla undanfarna daga. Chelsea er í þjálfaraleit eftir að félagið og Mauricio Pochettino komust að samkomulagi um að rifta samningi hans. Hefur Chelsea verið orðað við Roberto De Zerbi, fyrrverandi þjálfara Brighton & Hove Albion. Sá yfirgaf Brighton því félagið vildi ekki breyta kaupstefnu sinni. Hefur Pochettino svo verið orðaður við bæði Bayern og Manchester United. Thomas Tuchel stýrði Bayern München á nýafstaðinni leiktíð en er nú í atvinnuleit. Hann hefur daðrað við sitt fyrrum félag Chelsea sem og Man United en nýjustu fréttir herma að Man United muni losa sig við Erik Ten Hag sama hvernig leikur liðsins gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar fer. Hvað Bayern varðar þá er félagið óvænt orðað við Vincent Kompany, fyrrverandi miðvörð Manchester City og núverandi þjálfara Burnley. Lið hans féll úr ensku úrvalsdeildinni en Kompani virðist eftirsóttur. Virðist hann einnig vera á blaði hjá Chelsea. Þá er Kieiran McKenna, kraftaverkaþjálfari Ipswich Town, eftirsóttur eftir að koma liðinu úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. McKenna var aðstoðarþjálfari hjá Man United áður en hann ákvað að slá til og gerast aðalþjálfari Ipswich. Talið er næsta öruggt að hann muni neita nýjum samningi hjá félaginu en vitað er að Brighton er með hann á lista sem eftirmann De Zerbi. Þá virðist hann einnig á blaði hjá Chelsea og Man City. Kieran McKenna is likely to reject any new deal from Ipswich amid interest from Chelsea, Brighton and Man Utd.#BBCFootball pic.twitter.com/p6kV5SDd8i— BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2024 Það virðist næsta öruggt að Hákon Arnar Haraldsson fái nýjan þjálfara hjá Lille á næstu leiktíð en hinn portúgalski Paulo Fonseca hefur náð munnlegu samkomulagi við AC Milan um að taka við stjórnartaumum ítalska stórliðsins eftir að Stefano Pioli verður látinn fara. Fonseca þekkir vel til í Serie A eftir að stýra Roma á árum áður. Samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu hefur Fonseca þegar samþykkt þriggja ára samning í Mílanó. Ajax virðist loks hafa fundið sér nýjan þjálfara eftir skelfingartímabil. Um er að ræða hinn 35 ára gamla Ítala, Francesco Farioli Hann stýrði Nice í Frakklandi á nýafstaðinni leiktíð og vakti sérstaka athygli í upphafi tímabils þegar Nice fékk vart á sig mark. Hann hefur einnig þjálfað í Tyrklandi. Að endingu hefur Thomas Frank, þjálfari Brentford á Englandi, verið orðaður við hin og þessi félög. Þar á meðal Man United og Bayern. Hann segist einkar ánægður hjá Brentford en veit þó ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira