Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Íran hótar að grípa til að­gerða

Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun.

Ganga­vörður og Rottweil­er-hundur fögnuðu með Bjarna Þór

Það var líflegt í húsakynnum bókaútgáfunnar Sölku þar sem útgáfu bókar Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, var fagnað á miðvikudagskvöldið. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að bókin fjalli um breyskan mann sem býr í Vesturbænum í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm.

Vilhjálmur vann stórsigur í formannskosningum SGS

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára með meira en fjórföld atkvæði mótframbjóðanda síns, hennar Signýjar Jóhannesdóttur. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður VSFK, var sömuleiðis endurkjörin varaformaður á níunda þingi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk fyrr í dag.