Birti nöfn banamanna og hlaut þyngri dóm en þeir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2024 18:24 Mörgum Belgum þótti dómur banamannanna of vægur. Getty/Charles M Vella Flæmskur maður á þrítugsaldri hlaut í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að birta nöfn og myndir nemenda sem báru ábyrgð á dauða annars nemenda í grófri busun. Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd. Belgía Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Árið 2018 lést hinn tvítugi Sanda Dia vegna líffærabilunar eftir að hann hafði verið látinn drekka mikið magn lýsis og áfengis og látinn standa úti í frosti ásamt öðrum liðum grófrar busavígslunnar í hið flæmska Reuzegombræðralag í Háskólanum í Leuven í Belgíu. Samkvæmt réttarmeinafræðingi var megin dánarorsök mikið saltmagn lýsisins sem Sanda var látinn drekka. Hann var af senegölskum ættum og þótti mörgum Belgum málið tengjast kynþætti hans. Sluppu með samfélagsþjónustu og lága sekt Hinn 24 ára Nathan Vandergunst sem gengur undir nafninu Acid í netheimum birti myndband á YouTube þar sem hann nafngreindi þá sem báru ábyrgð á andláti Sandas en þeir voru dæmdir til samfélagsþjónustu og aldrei nafnbirtir. Í myndbandi birti hann einnig myndir af þeim. Honum verður einnig gert að greiða foreldrum einna þeirra nafngreindu tæpar þrjár milljónir króna vegna skaða sem veitingarekstur þeirra hefur orðið fyrir sökum nafnbirtinganna. Nathan var dæmdur fyrir áreitni, brot á friðhelgi einkalífs og ærumeiðingu. Nathan segist hafa tekið málin í eigin hendur þegar nöfn banamannanna voru ekki birt opinberlega og gerði þá téð myndband. Hins vegar birtist þar nafn nemenda sem tók ekki þátt í busavígsluninni og varð í kjölfarið fyrir miklu áreiti. Veitingastaður foreldra þessa nemenda hafi fengið holskeflu af lélegum dómum og gabbbókunum og þau kröfðust því skaðabóta. Nemandinn sjálfur krafðist ekki nema einnar táknrænnar evru. Sjái ekki eftir neinu Hollenski miðillinn RTL greinir frá því að úrskurðurinn hafi komið Nathan í uppnám en að hann væri stoltur af verknaðinum. „Það er áfall að heyra dómarann segja: „Þriggja mánaða fangelsi,“ jafnvel þó að það sé skilorðsbundið. Þetta verður á sakaskránni minni en það sama er ekki að segja um Reuzegommerana,“ segir Nathan. Reuzegommer er meðlimur bræðralagsins sem vígt var í þegar harmleikurinn átti sér stað. Hann segist samt sem áður munu halda ótrauður áfram og að hann sjái ekki eftir birtingunni. Hann ætli sér ekki að áfrýja dómnum og hyggi á að halda áfram að gera myndbönd.
Belgía Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira