Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Frír fiskur og franskar handa Grind­víkingum

Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta.

Hundur for­seta beit tiginn gest

Hundur forseta Moldóvu beit forseta Austurríkis Alexander van der Bellen í höndina fyrr í dag. Maia Sandu Moldóvuforseti gekk með gesti sínum um garð forsetabústaðarins í höfuðborginni Kísíná þegar atvikið gerðist, en van der Bellen hafi þar reynt að klappa hundinum sem hafi ekki tekið vel í slíkt.

Upplýsingafundur Al­manna­varna á morgun

Klukkan 13:00 á morgun, laugardaginn 18. nóvember verður haldinn upplýsingafundur almannavarna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Strætó þarf að greiða Teiti Jónas­syni tæp­lega 200 milljónir

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr í dag um bótaskyldu og þarf Strætó bs. að greiða Teiti Jónassyni ehf. um 194 milljónir króna auk málskostnaðar. Málið var höfðað vegna útboðs Strætó á akstri á fimmtán leiðum á höfuðborgarsvæðinu árið 2009.

Níu ára stúlka sögð myrt, nú talin gísl

Níu ára stelpa sem var talin myrt af Hamasliðum er nú talin lifandi og meðal gísla þeirra. Emily Tony Korenberg Hand er ein þeirra sem tekin var höndum af Hamasliðum þegar þeir réðust inn í Be’eri kibbútsinn við landamæri Ísraels og Gasasvæðisins. Stuttu eftir árásina var föður Emily tilkynnt að dóttir sín væri látin.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ríkisstjórnin mun leggja frumvarp fyrir þingið eftir helgi sem tryggja á Grindvíkingum afkomu næstu þrjá mánuði, hið minnsta. Áætlaður kostnaður gæti numið fjórum og hálfum milljarði króna. Rætt verður við ráðherra í ríkisstjórn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Grindvíkinga, sem eru orðnir þreyttir á óvissunni.

Sjá meira