Vaktin: Nýtt kerfi fyrir Grindvíkinga Um 1400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesinu frá miðnætti. Mest er um smáskjálfta undir 1 að stærð, en í morgun kl. 6.35 mældist skjálfti við Hagafell sem var 3.0 að stærð. 17.11.2023 06:34
„Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. 16.11.2023 23:44
Allt grænt í Kauphöllinni Hlutabréf allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni nema tveggja hækkuðu í verði í dag. Þrjú þeirra hækkuðu um meira en sex prósent og hlutabréf Icelandair hækkuðu mest, eða um 6,45 prósent. 16.11.2023 21:52
Snoop Dogg hættur að reykja Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar. 16.11.2023 21:25
Róbert Spanó kjörinn í stjórn tjónaskrár fyrir Úkraínu Róbert Spanó var í dag kjörinn í stjórn alþjóðlegar tjónaskrár fyrir Úkraínu. Skráin mun taka til eignaskemmda, manntjóns og meiðsla af völdum stríðs Rússlands í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. 16.11.2023 19:39
Edda Aradóttir á lista TIME Edda Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix er á lista TIME yfir 100 áhrifamestu viðskiptaleiðtoga á sviði loftslagsmála. Það kemur fram í tilkynningu frá Carbfix. 16.11.2023 19:17
Kvikugas mælist í Svartsengi Í dag mældist kvikugas upp úr borholu í Svartsengi sem staðsett er rétt norðan Þorbjarnar. Frekari mælinar verði gerðar á morgun en það að kvikugas mælist úr borholunni er staðfesting á að kvika sé til staðar norðan Hagafells, líkt og talið hafði verið. 16.11.2023 18:13
Vaktin: Rafmagn komið á ný Um það bil 400 jarðskjálftar hafa mælst við kvikuganginn á Reykjanesi frá því á miðnætti. Stefnt er að því að halda áfram að hleypa Grindvíkinum heim til sín í dag til að bjarga því sem bjargað verður. 16.11.2023 06:31
Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9.11.2023 16:18
Bygging varnargarða bíði tillögu „Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. 9.11.2023 14:40