Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem hlaut titilinn Ungfrú Ísland fyrr í ár og þar með farseðil á Ungfrú alheim sem fram fer í Taílandi hefur dregið sig úr keppni vegna veikinda. 8.11.2025 14:09
Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Happy Hydrate seldi vörur fyrir rúmar 302 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tíföldun rekstrartekna frá árinu þar á undan en þrátt fyrir það var félagið rekið með tæplega 900 þúsund króna tapi. 8.11.2025 12:52
Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Slökkvilið Akureyrar er á leiðinni á vettvang á Fellshlíð í Eyjafirði vegna elds sem upp er kominn í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni. Búið er að slökkva eldinn. 8.11.2025 10:52
Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Happdrætti Háskóla Íslands af 47 milljóna kröfu veitinga- og skemmtistaðarins Catalinu. Málið laut að þóknun fyrir rekstur spilakassa á veitingastaðnum. Rekendur Catalinu höfðu samið um að þóknunin næmi 1,6 prósentu af veltu vélanna en í ljós kom að hlutfallið næmi tveimur prósentum hjá öðrum rekstraraðilum og Catalina krafðist að fá greiddan mismuninn. 8.11.2025 10:46
Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. 8.11.2025 09:59
Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk fyrir hönd hryðjuverkasamtaka sem aðhyllast hægri öfgahyggju en talsvert magn sprengiefni fannst á heimili eins þeirra. 7.11.2025 23:41
Trump veitir Ungverjum undanþágu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert Ungverja undanskilda refsiaðgerðum vegna kaupa á olíu frá Rússlandi, að sögn utanríkisráðherra Ungverjalands. Trump fundaði með Viktor Orbán forsætisráðherra í Hvíta húsinu í dag. 7.11.2025 22:48
Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðkomuleiðum að Laugardalsvelli vegna skólaþorpsins sem á að reisa við völlinn. Fjöldi gesta á viðburðum á vellinum, hvort sem um ræði knattspyrnuleiki eða tónleika, myndi takmarkast við fimm þúsund manns yrði af breytingunum. 7.11.2025 22:39
Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana. 7.11.2025 22:00
Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði það til skoðunar að veita Ungverjalandi undanþágu frá viðskiptaþvingunum á olíu frá Rússlandi. Hann og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands funduðu í Hvíta húsinu í dag. 7.11.2025 21:41