„Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með. 3.1.2026 19:23
Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubíl á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir. 3.1.2026 18:03
Banaslys á Biskupstungnabraut Einn er látinn eftir umferðarslys sem varð á Biskupstungnabraut skammt frá Þrastarlundi í dag. Tveir til viðbótar voru fluttir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 3.1.2026 17:47
Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárás á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Hjónin hafa verið ákærð af bandarískum yfirvöldum fyrir fíkniefnahryðjuverk og kókaíninnflutning. 3.1.2026 09:28
Eldur við flugvöll á Grænlandi Eldur kviknaði í byggingu á vegum verktakafyrirtækisins Munck Gruppen við flugvöllinn í Ilulissat á Grænlandi. Eldurinn kom upp í matsal starfsmanna fyrirtækisins. 3.1.2026 00:02
Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Fiðluleikarinn Brian King Joseph hefur kært leikarann og tónlistarmanninn Will Smith fyrir kynferðislega áreitni, ólögmæta uppsögn og hefndaraðgerðir. 2.1.2026 23:37
Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur skipað nýjan starfsmannastjóra í stað Andríjs Jermak. Sá síðarnefndi sagði af sér eftir að hafa verið bendlaður við umfangsmikið spillingarmál. 2.1.2026 22:52
Íslenskur maður lést í Úkraínu Íslenskur maður sem gekk í úkraínska herinn lést á víglínunni. Hann var 51 árs gamall og hafði verið í Úkraínu í tæpan mánuð. Bróðir hans staðfestir andlát hans. 2.1.2026 21:04
Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Maður ók á kyrrstæðan lögreglubíl í hverfi 108. Að skoðuðu máli reyndist maðurinn einnig hafa verið sviptur ökuréttindum. 2.1.2026 19:38
Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Íslenskur sérfræðingur í málefnum Írans segir ört vaxandi verðbólga meginorsök götubardaga og fjölmennra mótmæla víða um Íran undanfarna fimm daga. Kaupsýslumenn í Teheran hófu mótmælin en hafa nú breiðst um allt landið. 2.1.2026 18:39