Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sóttvarnalæknir mun skila tillögum um hertar aðgerðir ef staðan á Landspítala versnar. Við ræðum við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 en hann telur grímuskyldu komna til að vera. 12.8.2021 18:20
Hefur áhyggjur af stolnum byssum Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, var brugðið þegar hann heyrði fréttir af gríðarlegri aukningu í innflutningi á sjálfvirkum skotvopnum til landsins. Hann telur þó ekki að landsmenn þurfi að hafa áhyggjur af mönnum sem vilja safna þessum vopnum en telur hins vegar virkilegt áhyggjuefni að þessi vopn geti komist í rangar hendur. 11.8.2021 20:36
Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. 11.8.2021 19:31
Fjórðungur landsmanna kominn með Covid-kvíða Kvíði landsmanna hefur aukist mikið samhliða vexti faraldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Covid-19. Biðlistar eftir sálfræðiaðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú. 10.8.2021 21:01
Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. 10.8.2021 11:12
Hissa á stórfurðulegum leiðbeiningum frá danska Covid-teyminu Ungt íslenskt par, sem er nýflutt til Kaupmannahafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfsmaður danska Covid-teymisins tilkynnti þeim að vegna þess að þau væru bólusett þyrftu þau alls ekki að fara í einangrun. Þau gætu valsað um götur Kaupmannahafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir algjöra tilviljun var þetta leiðrétt af öðrum starfsmanni teymisins og þeim sagt að fara í einangrun. 9.8.2021 14:27
Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. 9.8.2021 11:22
Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3.8.2021 17:00
Aðrir en skólastarfsmenn geta ekki mætt í bólusetningu strax Bólusetningar með örvunarskammti frá Pfizer fyrir kennara og starfsmenn skóla sem fengu Janssen bóluefnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bóluefni Janssen geta ekki freistað þess að mæta í aukaskammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar. 3.8.2021 14:15
Sigmundur Ernir er nýr ritstjóri Fréttablaðsins Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Fréttablaðsins og aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf., sem rekur Fréttablaðið, DV, Markaðinn og Hringbraut. Hann tekur við aðf Jóni Þórissyni sem hefur starfað sem ritstjóri frá haustinu 2019. 3.8.2021 11:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent