Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 17:00 Aukið álag er á heilbrigðisstofnunum vegna faraldursins. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst.
5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43