Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 17:00 Aukið álag er á heilbrigðisstofnunum vegna faraldursins. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst.
5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43