Lýsir erfiðu lífi í nýsjálensku leiðinni Hin svokallaða „nýsjálenska leið“ í baráttunni við heimsfaraldurinn, sem margir stjórnarandstæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Íslendingum í umræðunni, að sögn Sigurgeirs Péturssonar, ræðismanns Íslands á Nýja-Sjálandi. 3.8.2021 11:36
Hækkun á fasteignamarkaði skýrist fyrst og fremst af litlu framboði Páll Pálsson fasteignasali segir lítið framboð nýbygginga og lóða vera aðalástæðu hækkandi fasteignaverðs. Á síðustu sex mánuðum hefur fasteignaverð hækkað um tíu prósent. 1.8.2021 18:43
Starfsmaður á Grund greindist smitaður Starfsmaður á hjúkrunarheimili Grundar við Hringbraut greindist jákvæður fyrir Covid-19 í gærkvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund. 1.8.2021 14:44
Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1.8.2021 13:30
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið teki í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 1.8.2021 11:49
83 greindust innanlands Að minnsta kosti 83 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 1.8.2021 11:00
Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. 1.8.2021 10:20
Kári Stefánsson og Gunnar Smári mæta í Sprengisand Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. 1.8.2021 09:47
Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins fer hörðum orðum um Pál Hreinsson Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer afar hörðum orðum um eftirmann sinn Pál Hreinsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálfstæði sínu, hafi hann einhvern tíma verið sjálfstæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið“. 1.8.2021 08:45
Grátt yfir höfuðborgarsvæðinu Þokuloft verður víða við sjávarsíðuna á Suðvesturlandinu í dag og má gera ráð fyrir einhverri súld á því svæði. Spáð er nokkuð skýjuðu veðri á öllu landinu í dag, nema á Norðausturhorni landsins þar sem verður glampandi sól. 1.8.2021 07:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent