Starfsmaðurinn var síðast í vinnu á föstudag og hafa heimilismenn sem voru í návígi við hann komnir í sóttkví. Á meðan á sóttkvínni stendur verður lokað fyrir allar heimsóknir á hjúkrunarheimilið.
Í tilkynningu frá Grund segir að málið sé ekki tengt því þegar smit kom upp á þriðjudaginn í síðustu viku hjá starfsmanni og tveimur heimilismönnum á annarri deild hjúkrunarheimilisins.
Vísir og Stöð 2 litu nýlega við hjá Grund til að taka stöðuna á heimilisfólkinu. Það var flest allt afar rólegt yfir vexti faraldursins og var visst um að vera ágætlega vel verndað fyrir miklum veikindum með bólusetningum sínum.