Óánægja með skeiðar og rör úr pappa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Nokkurrar óánægju virðist gæta meðal neytenda með nýjar pappaskeiðar og papparör sem hafa komið í stað einnota plastáhalda. Markaðsstjóri MS segir fleiri breytingar væntanlegar á næstunni til að minnka plast í umbúðum. Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf. Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Hvarf gömlu góðu plaströranna, sem fylgt hafa hinum ýmsu drykkjarvörum, hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum. Við þeim hafa tekið við papparör, pökkuð inn í pappaumbúðir. Og í þessum töluðu orðum eru pappaskeiðar að taka við af plastskeiðum með ýmsum vörum á borð við skyr og jógúrt. Enn er eitthvað um plastáhöld af þessu tagi selt með vörum í búðum en það er vegna þess að verið er að klára gamlan lager af þeim áður en pappinn tekur endanlega við. Út með plast og inn með pappa.vísir/óttar Skýringin á þessu er bann við einnota plastvörum af ýmsu tagi sem var innleitt á Íslandi í síðasta mánuði eftir tilskipun Evrópusambandsins. Ýmsir neytendur virðast þó ósáttir með breytingarnar og hafa kvartað undan þeim á samfélagsmiðlum: Ákveðin upplifun að drekka kókómjólk með plaströri Vísir kíkti í heimsókn í verksmiðju MS og hitti þar Guðnýju Steinsdóttur, markaðsstjóra fyrirtækisins. Hún segir að fyrirtækið hafi tekið eftir einhverri óánægju með breytinguna en voni þó að flestir verði fljótir að venjast henni: „Við höfum svona heyrt eitthvað af því og við höfum lagt mikla áherslu á það að finna sem bestar lausnir, bæði í papparörum og pappaskeiðum. Af því að við vitum að auðvitað eru plaströr og plastskeiðar mun þægilegri í notkun,“ segir hún. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.stöð 2 Hafiði áhyggjur af því að varan sé ekki að skila sér eins til neytenda? „Auðvitað erum við að fylgjast með því. Og við vitum alveg að það er ákveðin upplifun að drekka til dæmis kókómjólk og hvernig hún kemur upp í munninn í gegn um plaströrið. Þannig við erum alveg að fylgjast með því, já,“ svarar Guðný. Stjórnendur MS á fundi:Framkvæmdarstjórinn: „Við erum með vöru sem selur sig sjálf og hefur gert í 50-60 ár. Hvernig getum við pirrað 99% kúnna okkar það mikið að þeir hætti að kaupa vöruna?”Sölustjórinn: „Ég er með hugmynd” pic.twitter.com/F7jJB8ntCk— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) August 8, 2021 „En eins og ég segi, allavega á þessum tímapunkti erum við að vonast til að hafa fundið bestu lausnina en erum að fylgjast með því sem neytendur segja við okkur." Er þetta síðasta skrefið eða eru fleiri breytingar í vændum? „Alls ekki síðasta skrefið, nei, og við erum auðvitað bara að skoða það sem er að gerast erlendis og fylgjast vel með því sem er að gerast í umbúðamálum,“ segir Guðný. Pappaskeið fest í plastlok með plastfilmu... Þetta ætti þó að breytast á næstunni þegar MS fleygir burtu plastlokum af ýmsum vörum sínum.vísir/óttar Hún fullvissar blaðamann þá um að næsta skref verði að losa ýmsar vörur við plastlok en mörgum hefur þótt það skjóta ansi skökku við að litla pappaskeiðin sem fylgir skyrinu sé pakkað inn í plastumbúðir sem eru mun fyrirferðameiri en skeiðin sjálf.
Neytendur Matvælaframleiðsla Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira