Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Brighton & Hove Albion og Bournemouth töpuðu bæði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrir vikið minnkuðu möguleikar beggja liða á að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor. 5.4.2025 16:04
Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Bayer Leverkusen minnkaði í dag forskot Bayern München á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í sex stig en liðið var þó nálægt því að tapa stigum í leiknum. 5.4.2025 15:33
Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Besta deild karla í fótbolta fer af stað í kvöld með sögulegum leik þegar eitt félag og eitt bæjarfélag bætist í hóp þeirra sem hafa átt lið í deild þeirra bestu hér á landi. 5.4.2025 15:00
Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Formaður rússneska skíðasambandsins kom mörgum á óvart í miðju sjónvarpsviðtali en segir eðlilega skýringu á öllu saman. Hefði hún verið karlmaður þá hefðu viðbrögðin kannski orðið allt önnur. 5.4.2025 14:33
Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja titilvörn sína í kvöld þegar þeir fá nýliða Aftureldingar í heimsókn í Smárann en þetta er opnunarleikur Bestu deildar karla í fótbolta í ár. 5.4.2025 14:00
Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gæti átt von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Evrópu eftir að enskir miðlar birtu í dag fréttir um það að Lundúnafélagið hafi brotið rekstrarreglur UEFA. 5.4.2025 13:36
Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í níu stig þegar félagið heimsótti Bítlaborgina í dag. Everton og Arsenal gerðu þá 1-1 jafntefli í síðasta leik félaganna á Goodison Park. 5.4.2025 13:27
Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Fortuna Düsseldorf hafði betur í Íslendingaslag á móti Preussen Münster í þýsku b-deildinni í fótbolta í dag. 5.4.2025 12:58
Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Dómarar í ensku úrvalsdeildinni notuðu í vetur samfélagsmiðla til að koma réttum upplýsingum til fótboltáhugafólks og nú ætla íslenskir dómarar að fara sömu leið. 5.4.2025 12:30
Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Bandaríkjamenn halda heimsmeistaramót kvenna í fótbolta árið 2031 en það var ljóst eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið gaf það út að Bandaríkin hafi verið með eina gilda tilboðið um að halda mótið eftir sex ár. 5.4.2025 11:31