Merki um leirgos í fyrsta sinn Sú breyting varð á eldgosinu nýlega samkvæmt Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands að hluti sprungunnar gýs nú svörtum gosmekki í bland við vatnsgufu. Úr verður lítilsháttar sprengivirkni að sögn Veðurstofu. 8.2.2024 14:10
Varðskip og þyrla í viðbragðsstöðu á Reykjanesi Varðskipið Freyja auk þyrlu Landhelgisgæslunnar verða til staðar á Reykjanesi. Þar verða sveitir Landhelgisgæslunnar til taks fyrir almannavarnir ef þurfa þykir. 8.2.2024 13:45
Ætla að vinna með nýjan veruleika í Bláa lóninu Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu- markaðs og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, segir að forsvarsmenn lónsins ætli að vinna með nýjan veruleika sem eldgos á Reykjanesskaga hafi haft í för með sér. Kerfi Bláa lónsins séu innan varnargarða. 8.2.2024 12:49
Ein af sviðsmyndunum sem gert var ráð fyrir Rennsli hraunsins yfir Grindavíkurveg og Norðurljósaveg við Bláa lónið var ein þeirra sviðsmynda sem gert var ráð fyrir í hraunfræðilíkönum. Flæðið eru vondar fréttir fyrir Suðurnes en ágætar fyrir Grindavík. 8.2.2024 12:33
Hraunflæðið kemur á óvart Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa komið sér á óvart að sjá hraun renna yfir Grindavíkurveg og veg að Bláa lóninu. Reynt hafi verið að verja heitavatnslögn á síðustu stundu í morgun. 8.2.2024 11:25
Grunar að gosið sé búið að ná hámarki Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að sig gruni að eldgosið sem hófst í morgun sé búið að ná hámarki sínu. Hann segist telja líklegt að því verði lokið um helgina. 8.2.2024 10:32
Hraun rennur yfir Grindavíkurveg Hraun úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð Grindavíkurvegi. Það er komið yfir veginn. Horfa má á hraunrennslið í beinni úr vefmyndavél Vísis neðst í fréttinni. 8.2.2024 10:23
Ekki tekið ákvörðun um að loka varnargarðinum Viðbragðsaðilar á vettvangi gossins hyggjast ekki loka varnargarðinum við Grindavíkurveg að svo stöddu. Skarð er á varnargörðunum við Svartsengi og verður unnið í því að minnka það í dag. 8.2.2024 09:43
Gjall að finnast í Grindavík Vart hefur orðið við gjall í Grindavík, eða gjósku úr hrauninu frá gosinu sem hófst í morgun. Ólíklegt er talið að hraun renni til suðurs í átt að Grindavík eins og staðan er núna. 8.2.2024 09:23
Hart deilt um fyrirhugaða sumarlokun Hart var deilt um fyrirhugaða sumarlokun einstakra almenningsbókasafna borgarinnar á borgarstjórnarfundi í vikunni. Fulltrúar Sósíalistaflokksins segja borgaryfirvöld á hættulegri vegferð en meirihlutinn segir þjónustuna þá mestu á höfuðborgarsvæðinu. 8.2.2024 07:02
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent