FM Belfast fékk blessun Greifanna fyrir síðsumarsmelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2024 15:00 FM Belfast er þekkt fyrir einstakt stuð á tónleikum sínum. Sigrún Halla Unnarsdóttir Gleðigjafarnir í FM Belfast gáfu í dag út nýtt lag, en um er að ræða ábreiðu af einu frægasta lagi Greifanna, Útihátíð. Lagið kom út árið 1986 og hefur allar götur síðan verið stór hluti af sumarstemningunni á Íslandi. Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum. Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum.
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Skautafjör á Laugarvatni í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira