Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nógu heilsu­hraustur fyrir sím­tal

Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. 

Leita barna sem köstuðu klaka af brú á Miklu­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja stráka á barnsaldri, mögulega á aldrinum níu til ellefu ára, sem grunaðir eru um að hafa kastað stórum klaka af göngubrú yfir Miklubraut í Reykjavík á sunnudag. Klakinn hafnaði á framrúðu bíls.

Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni

Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum.

Þorra­blót Grind­víkinga: „Fólk þurfti þessa kærleiksstund“

Vilhjálmur Árnason, þingmaður og Grindvíkingur, segir Þorrablót Grindvíkinga sem haldið var í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi hafa verið kærkomna stund fyrir Grindvíkinga. Mikið hafi verið hlegið og gert grín að flækustiginu á bakvið aðgerðir almannavarna.

Hafa á­hyggjur af mögu­legum mislingafaraldri

Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum

Sprengi­sandur: Náttúruvá, Palestína og húsnæðismarkaðurinn

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Svalt heimskautaloft leikur um landið

Um landið leikur svalt heimskautaloft og eru hlýrri loftmassar víðs fjarri. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Reyndist vera ölvaður

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 64 mál voru skráð frá miðnætti til 05:20, að því er segir í dagbók lögreglu.

Sjá meira